Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Auknar líkur eru taldar á gosi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast þar saman fyrir síðustu eldgos. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristínu Jónsdóttur á Veðurstofunni um stöðuna og við verðum í beinni frá fundi almannavarna í Laugardalshöll.

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Eflingar hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Reiknað er með að heildarpakki kjarasamninga verði lagður fyrir ríkisstjórn um eða upp úr miðri viku. Heimir Már Pétursson fer yfir stöðuna í kjaraviðræðum í kvöldfréttum.

Íslandsstjórn Amnesty International skorar á íslensk stjórnvöld að draga til baka ákvörðun sína um frystingu á fjárframlögum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Boðað hefur verið til mótmæla á föstudag og framkvæmdastjóri Amnesty mætir í myndver og fer yfir ákallið.

Þá sjáum við myndir úr þéttsetinni útför Karls Sigurbjörnssonar biskups, kíkjum á virkjanaframkvæmdir í Færeyjum og sjáum forseta Íslands máta nýja mottumars sokka.

Í Íslandi í dag heyrum við sögu mæðgna og heyrum af viðbrögðunum þegar mamman fær krabbamein. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×