Lífið

Birgitta Líf með 450 þúsund króna skiptitösku

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Birgitta Líf og Enok fóru í fyrsta göngutúrinn með soninn um helgina.
Birgitta Líf og Enok fóru í fyrsta göngutúrinn með soninn um helgina. Birgitta Líf

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og áhrifavaldur, birti mynd af sér með son sinn í fanginu og 450 þúsund króna Blue Dior Oblique Canvas skiptitösku yfir öxlina.

Taskan er frá franska tískuhúsinu Christian Dior en slík taska kostar 3300 Bandaríkjadali eða um 450 þúsund íslenskar krónur samkvæmt Dior.com

Birgitta er þekkt fyrir dálæti sitt á merkja- og hönnunarvörum og birtir hún reglulega myndir af sér á Instagram í fatnaði og með töskur frá mörgum af stærstu tískuhúsum heims.

Birgitta og Enok eignuðust frumburð sinn 8. febrúar síðastliðinn. Þau greindu frá því 16. ágúst síðastliðinn að þau ættu von á barni.

Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þónokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs. 


Tengdar fréttir

Hjarðhegðun Íslendinga

Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 

„Fyrsta og besta vikan“

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, og sambýlismaður hennar Enok Jónsson eignuðust dreng 8. febrúar síðastliðinn. Birgitta segir liðna viku dásamlega.

Birgitta Líf og Enok birta fyrstu myndina af barninu

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok Jónsson hafa birt fyrstu myndina af barni þeirra. Það kom í heiminn þann 8. febrúar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×