Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 22:30 Birgitta Líf og Enok eyddu greinilega miklu púðri í kynjaveisluna í kvöld. Instagram Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. Birgitta Líf, sem er markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok , greindu frá því 16. ágúst að þau ættu von á barni. Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þó nokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs. Foreldrarnir leituðu á náðir gesta með nafnakassa. Þar gat fólk skrifað tillögur að nöfnum á miða og sett í kassann.Instagram Parið hélt í kvöld svokallaða kynjaveisla að bandarískri fyrirmynd þar sem þau greindu frá kyni barnsins ófædda. Í slíkum veislum er opinberun kynsins aðalmálið og á netinu má sjá hvernig fólk hefur fundið stöðugt frumlegri leiðir til þess að greina frá kyninu. Í kynjatvíhyggjunni táknar bleikur að von sé á stelpu en blár að það sé strákur á leiðinni. Í hefðbundnustu kynjaveislum skera foreldrarnir köku sem er annað hvort blá eða bleik að innan, aðrir sprengja innibombur með lituðum glitpappír en í tilfelli Birgittu og Enoks var það þyrla sem dreifði bláum reyk úr lofti. Það var greinilega mikið lagt í veitingar og skraut í kynjaveislunni.Instagram Verknaðurinn vakti mikla athygli nágranna parsins og hafa sumir hneykslast á því að parið hafi eytt svo miklu púðri í tilkynninguna. Einn netverji deildi mynd af þyrlunni á Twitter og skrifaði við hana „Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega.“ Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega pic.twitter.com/1MjQOHtIid— Hekla Finns (@Heklaf) September 17, 2023 Í upphaflegu fréttinni stóð að um blátt duft væri að ræða þegar hið rétta er að um bláan reyk var að ræða. Tímamót Ástin og lífið Barnalán Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Birgitta Líf, sem er markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok , greindu frá því 16. ágúst að þau ættu von á barni. Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þó nokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs. Foreldrarnir leituðu á náðir gesta með nafnakassa. Þar gat fólk skrifað tillögur að nöfnum á miða og sett í kassann.Instagram Parið hélt í kvöld svokallaða kynjaveisla að bandarískri fyrirmynd þar sem þau greindu frá kyni barnsins ófædda. Í slíkum veislum er opinberun kynsins aðalmálið og á netinu má sjá hvernig fólk hefur fundið stöðugt frumlegri leiðir til þess að greina frá kyninu. Í kynjatvíhyggjunni táknar bleikur að von sé á stelpu en blár að það sé strákur á leiðinni. Í hefðbundnustu kynjaveislum skera foreldrarnir köku sem er annað hvort blá eða bleik að innan, aðrir sprengja innibombur með lituðum glitpappír en í tilfelli Birgittu og Enoks var það þyrla sem dreifði bláum reyk úr lofti. Það var greinilega mikið lagt í veitingar og skraut í kynjaveislunni.Instagram Verknaðurinn vakti mikla athygli nágranna parsins og hafa sumir hneykslast á því að parið hafi eytt svo miklu púðri í tilkynninguna. Einn netverji deildi mynd af þyrlunni á Twitter og skrifaði við hana „Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega.“ Á meðan flestir rembast við að flokka, nota bílinn minna, borða minna kjöt etc. heldur Birgitta Líf gender reveal með þyrlu. Eðlilega pic.twitter.com/1MjQOHtIid— Hekla Finns (@Heklaf) September 17, 2023 Í upphaflegu fréttinni stóð að um blátt duft væri að ræða þegar hið rétta er að um bláan reyk var að ræða.
Tímamót Ástin og lífið Barnalán Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning