Innlent

Beðin um að flytja ekki dýr aftur í bæinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Á myndinni má sjá nokkur af þeim dýrum sem bjuggu í Grindavík áður en bærinn var rýmdur í nóvember.
Á myndinni má sjá nokkur af þeim dýrum sem bjuggu í Grindavík áður en bærinn var rýmdur í nóvember.

Matvælastofnun vill beina þeim tilmælum til Grindvíkinga að flytja ekki dýrin sín aftur inn í bæinn, jafnvel þó aðgengi hafi verið rýmkað. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Eins og fram hefur komið var aðgengi að bænum rýmkað í síðustu viku. Þeir sem vilja geta gist í bænum þó ekki sé mælt með því. Í nóvember fór fram umfangsmikil björgun gæludýra og búfénaðar í og við bæinn eftir að hann var rýmdur í fyrsta sinn.

Þá var sumum kindum við bæinn ekki bjargað fyrr en í janúar. Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni að eins og dæmin sanni geti lokun og rýming bæjarins verið fyrirskipuð með stuttum fyrirvara.

Þá geti verið erfiðleikum bundið fyrir Grindvíkinga að fyltja dýrin aftur á brott, sinna þeim og forða frá hættum. Því sé ekki tímabært að fara með dýrin aftur inn í bæinn.


Tengdar fréttir

Björguðu 66 dýrum úr Grinda­vík

Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði.

Saknar 67 gælu­dýra sinna sem urðu eftir í Grinda­vík

Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík áður en bærinn var rýmdur í gær. Hann ætlaði að snúa aftur í dag en nú er það ekki lengur hægt. Eftir eru 40 dúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Miðað við nýjustu fréttir er óljóst hvað verður um dýrin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×