Fótbolti

Messi annar í heiminum með fimm hundruð milljónir fylgj­enda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi á ferðinni með liði Inter Miami.
Lionel Messi á ferðinni með liði Inter Miami. Getty/Ronald Martinez

Lionel Messi er að fá meiri athygli á samfélagsmiðlum eftir að hann færði sig yfir til Bandaríkjanna og það sést á aukningu fylgjenda hans.

Messi er nú kominn með yfir fimm hundruð milljóna fylgjendur á samfélagsmiðlunum Instagram og er aðeins annar í heimunum sem nær þeim árangri.

Góðvinur hans og erkifjandi Cristiano Ronaldo er samt enn langefstur með 622 milljónir fylgjenda.

Opinberi Instagram reikningurinn er reyndar með 669 milljón fylgjendur en Ronaldo er efstur einstaklinga.

Í þriðja og fjórða sætinu á eftir Ronaldo og Messi eru Selena Gomez með 429 milljón fylgjendur og Kylie Jenner með 400 miljónir fylgjenda.

Messi á samt heimsmetið yfir flest ‚like' við færslu en 75,5 milljónir manna líkuðu við það þegar hann birti mynd af sér með heimsbikarinn eftir sigur Argentínu á HM í Katar í desember 2022.

Messi hélt upp á fréttirnar með því að bjarga stigi fyrir Inter Miami í nótt. Hann skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×