Vildu mann grunaðan um brot gegn börnum framseldan frá Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 15:32 Landsréttur vísaði málinu frá dómi Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað máli frá dómi sem varðar erlendan mann dvaldi hér á landi sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum á erlendri grundu. Ástæðan er sú að maðurinn fór af landi brott og því ekki á færi íslenskra stjórnvalda að aðhafast í máli hans. Síðastliðinn mánudag var hann handtekinn erlendis. Ríkissaksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði framseldur til annars ótilgreinds lands á grundvelli evrópskar handtökuskipunar. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á þá kröfu. Brotin sem manninum eru gefin að sök eru kynferðisbrot gegn börnum, framin á árunum 2021 til 2023. Brotin sem maðurinn er grunaður um væru einnig refsiverð á Íslandi. Miðað við lagaákvæði sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms er um að ræða brot er varða: útbúning, öflun, og dreifingu á efni sem sýnir nekt eða kynferðislega háttsemi, kynferðislega áreitni gegn barni sem fellur ekki undir samræði, og birting og útbúningur kláms. Brotin varði allt að tuttugu ára fangelsi Fram kemur að umrædd brot gætu varðað allt að tuttugu ára fangelsi í landinu sem vill fá manninn afhentan, en það á ekki við um íslenska refsirammann. Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir manninum að hann hafi verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár og starfa hér á landi. Hann hafi aðlagast íslensku samfélagi og ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Þá hafnaði hann því að hann hafi reynt að leynast erlendum yfirvöldum hér á landi. Hann sagðist hafa átt erfitt uppdráttar og flutt til Íslands til að hefja nýtt líf. Hér líði honum vel. Viðurkenndi að hafa fengið senda myndir Maðurinn hafnaði því sem hann er sakaður um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk handtökuskipunina í hendur þann annan febrúar og hún handtók manninn daginn eftir. Í skýrslutöku, sem tekin var daginn þar á eftir, viðurkenndi maðurinn að hann hafi fengið sendar myndir í gegnum samfélagsmiðlana WhatsApp og Telegram, en neitaði sök að öðru leyti. Þá vildi maðurinn meina að tímalengd þeirrar refsingar sem kunni að liggja fyrir ætluðum brotum hans séu í slíku ósamræmi við alvarleika þeirra að fyrirhuguð málsmeðferð brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur féllst ekki á það og varð við beiðni erlendu yfirvaldanna um afhendingu mannsins, en líkt og áður segir vísaði Landsréttur málinu frá dómi þar sem maðurinn er kominn úr landi. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ríkissaksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði framseldur til annars ótilgreinds lands á grundvelli evrópskar handtökuskipunar. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á þá kröfu. Brotin sem manninum eru gefin að sök eru kynferðisbrot gegn börnum, framin á árunum 2021 til 2023. Brotin sem maðurinn er grunaður um væru einnig refsiverð á Íslandi. Miðað við lagaákvæði sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms er um að ræða brot er varða: útbúning, öflun, og dreifingu á efni sem sýnir nekt eða kynferðislega háttsemi, kynferðislega áreitni gegn barni sem fellur ekki undir samræði, og birting og útbúningur kláms. Brotin varði allt að tuttugu ára fangelsi Fram kemur að umrædd brot gætu varðað allt að tuttugu ára fangelsi í landinu sem vill fá manninn afhentan, en það á ekki við um íslenska refsirammann. Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir manninum að hann hafi verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár og starfa hér á landi. Hann hafi aðlagast íslensku samfélagi og ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Þá hafnaði hann því að hann hafi reynt að leynast erlendum yfirvöldum hér á landi. Hann sagðist hafa átt erfitt uppdráttar og flutt til Íslands til að hefja nýtt líf. Hér líði honum vel. Viðurkenndi að hafa fengið senda myndir Maðurinn hafnaði því sem hann er sakaður um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk handtökuskipunina í hendur þann annan febrúar og hún handtók manninn daginn eftir. Í skýrslutöku, sem tekin var daginn þar á eftir, viðurkenndi maðurinn að hann hafi fengið sendar myndir í gegnum samfélagsmiðlana WhatsApp og Telegram, en neitaði sök að öðru leyti. Þá vildi maðurinn meina að tímalengd þeirrar refsingar sem kunni að liggja fyrir ætluðum brotum hans séu í slíku ósamræmi við alvarleika þeirra að fyrirhuguð málsmeðferð brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur féllst ekki á það og varð við beiðni erlendu yfirvaldanna um afhendingu mannsins, en líkt og áður segir vísaði Landsréttur málinu frá dómi þar sem maðurinn er kominn úr landi.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira