Innlent

Lög um kaup á hús­næði í Grinda­vík sam­þykkt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Tillagan var samþykkt laust eftir miðnætti.
Tillagan var samþykkt laust eftir miðnætti. Vísir/Arnar Halldórsson

Alþingi samþykkti stuttu eftir miðnætti frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í Grindavík og fjáraukalög til þess að fjármagna kaupin.

Grindvíkingar fái frest til áramóta til að ákveða hvort þeir vilji selja ríkinu eign sína. Eigendur íbúðanna eiga svo forkaupsrétt á íbúðunum til þriggja ára eftir að lögin taka gildi. Ákvæði er um að mat verði lagt á hvort lengja skuli forkaupsréttin innan þessara tveggja ára.

Einnig var samþykkt breytingartillaga um tímabundinn rekstarstuðning í bænum. Frestinum til endurgreiðslu rekstrarstuðningsins hefur verið frestað um tvo mánuði úr fyrsta maí 2025 til fyrsta júlí 2025.

Frumvarpið var samþykkt í heild sinni með 47 atkvæðum en endurtaka þurfti atkvæðagreiðsluna ansi oft vegna tæknilegra örðugleika.

Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að forkaupsréttur gilti í tvö ár en það rétta er að hann gildir í þrjú ár. Leiðrétt 23.2.2024 klukkan 11.12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×