„Ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Draga þarf úr notkun sýklalyfja eins og kostur er og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Þetta er á meðal tillagna starfshóps um leiðir til að sporna gegn sýklalyfjaónæmi. Ný lyf munu ekki bjarga okkur úr þeim vanda sem blasir við vegna sýklalyfjaónæmra baktería að sögn fyrrverandi sóttvarnalæknis. Í skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar, segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn standi frammi fyrir í dag og að ógnin fari vaxandi með hverju ári. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á tímann fyrir uppgötvun sýklalyfja. Þverfaglegur starfshópur hefur nú skilað skýrslu með aðgerðum til að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, sat í starfshópnum en tillögurnar eru viðamiklar og nálgunin heildstæð. „Þetta eru aðgerðir sem snúa að mönnum, dýrum, umhverfi, matvælum og fleira þannig að við reynum að hafa þetta eins viðamikið og við getum,“ segir Þórólfur. Verkefnum er forgangsraðað eftir mikilvægi. „Helstu atriðin sem skipta þarna máli er fræðsla um sýklalyfjanotkun; að grípa til aðgerða til að reyna að minnka sýklalyfjanotkun og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Reyndar er sýklalyfjanotkun á dýrum í góðu horfi eins og er. Svo snýr þetta mikið að vöktun, að geta fylgst vel með hvað er að gerast.“ Draga þarf úr útbreiðslu sýkinga til að byrja með, til dæmis með bólusetningu, hreinlæti og sóttvörnum. „Það eru ýmsar bólusetningar sem koma í veg fyrir sýkingar hjá mönnum og börnum til dæmis, sem eru núna í gangi og gætu orðið þýðingamiklar á næstunni sem geta komið í veg fyrir alls konar sýkingar og komið þannig í veg fyrir sýklalyfjanotkun.“ Þórólfur segir ekki von á nýrri og öflugri sýklalyfjum sem geti bjargað okkur úr þessum vanda. „Það eru mjög fá sýklalyf í þróun og jafnvel þó þau kæmu á markað þá væru þau örugglega mjög dýr, mjög breiðvirk og yrðu örugglega ekki notuð nema í svona völdum tilvikum og það er einmitt þess vegna sem við erum að fram hefja það að það þurfi að grípa til svona aðgerða til að koma í veg fyrir svona hluti, útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, því ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli.“ Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38 Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Í skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar, segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta heilbrigðisógn sem heimurinn standi frammi fyrir í dag og að ógnin fari vaxandi með hverju ári. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á tímann fyrir uppgötvun sýklalyfja. Þverfaglegur starfshópur hefur nú skilað skýrslu með aðgerðum til að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, sat í starfshópnum en tillögurnar eru viðamiklar og nálgunin heildstæð. „Þetta eru aðgerðir sem snúa að mönnum, dýrum, umhverfi, matvælum og fleira þannig að við reynum að hafa þetta eins viðamikið og við getum,“ segir Þórólfur. Verkefnum er forgangsraðað eftir mikilvægi. „Helstu atriðin sem skipta þarna máli er fræðsla um sýklalyfjanotkun; að grípa til aðgerða til að reyna að minnka sýklalyfjanotkun og gera hana skynsamlegri, bæði hjá mönnum og dýrum. Reyndar er sýklalyfjanotkun á dýrum í góðu horfi eins og er. Svo snýr þetta mikið að vöktun, að geta fylgst vel með hvað er að gerast.“ Draga þarf úr útbreiðslu sýkinga til að byrja með, til dæmis með bólusetningu, hreinlæti og sóttvörnum. „Það eru ýmsar bólusetningar sem koma í veg fyrir sýkingar hjá mönnum og börnum til dæmis, sem eru núna í gangi og gætu orðið þýðingamiklar á næstunni sem geta komið í veg fyrir alls konar sýkingar og komið þannig í veg fyrir sýklalyfjanotkun.“ Þórólfur segir ekki von á nýrri og öflugri sýklalyfjum sem geti bjargað okkur úr þessum vanda. „Það eru mjög fá sýklalyf í þróun og jafnvel þó þau kæmu á markað þá væru þau örugglega mjög dýr, mjög breiðvirk og yrðu örugglega ekki notuð nema í svona völdum tilvikum og það er einmitt þess vegna sem við erum að fram hefja það að það þurfi að grípa til svona aðgerða til að koma í veg fyrir svona hluti, útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, því ný sýklalyf munu ekki bjarga okkur út úr þessu vandamáli.“
Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38 Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Innkalla lyf vegna áhættu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmrar bakteríu Lyfjastofnun hefur stöðvað sölu og ávísanir á sýklalyfið Staklox vegna áhættu á sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Stofnunin hefur einnig innkallað lyfið frá þeim sjúklingum sem hafa fengið því ávísað. 10. febrúar 2023 07:38
Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30
Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. 13. júlí 2022 11:07