Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 15:30 Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að hópnum sé ætlað að „móta framtíðarsýn og aðgerðaáætlun til næstu tíu ára með tillögum um leiðir til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd. Liður í verkefni hópsins er enn fremur að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu til að auka þekkingu almennings á sýklalyfjaónæmi, hvað í því felst og hvað sé til ráða.“ Sýklalyfjaónæmi er sífellt að verða stærra vandamál um heiminn allan en það felur í sér að bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Gerir það meðferð sýkinga erfiðari eða jafnvel ómögulega. „Samkvæmt viðamikilli fjölþjóðlegri rannsókn sem fjallað var um í tímaritinu Lancet fyrr á þessu ári er talið að árið 2019 hafi allt að 1,3 milljónir manna látist á heimsvísu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Ástæður þess að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn sýklalyfjum eru fjölþættar en ofnotkun eða röng notkun sýklalyfja meðal manna og dýra vegur þar þungt. Umhverfisþættir geta einnig haft áhrif þar sem ónæmar bakteríur geta borist í menn með matvælum sem komist hafa í snertingu við vatn eða áburð sem innihélt ónæmar bakteríur,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. Aðrir sem skipa starfshópinn eru: Anna Margrét Halldórsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Jón Steinar Jónsson, Karl Gústaf Kristinsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Vigdís Tryggvadóttir og Guðlín Steinsdóttir. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að hópnum sé ætlað að „móta framtíðarsýn og aðgerðaáætlun til næstu tíu ára með tillögum um leiðir til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd. Liður í verkefni hópsins er enn fremur að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu til að auka þekkingu almennings á sýklalyfjaónæmi, hvað í því felst og hvað sé til ráða.“ Sýklalyfjaónæmi er sífellt að verða stærra vandamál um heiminn allan en það felur í sér að bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Gerir það meðferð sýkinga erfiðari eða jafnvel ómögulega. „Samkvæmt viðamikilli fjölþjóðlegri rannsókn sem fjallað var um í tímaritinu Lancet fyrr á þessu ári er talið að árið 2019 hafi allt að 1,3 milljónir manna látist á heimsvísu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería. Ástæður þess að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn sýklalyfjum eru fjölþættar en ofnotkun eða röng notkun sýklalyfja meðal manna og dýra vegur þar þungt. Umhverfisþættir geta einnig haft áhrif þar sem ónæmar bakteríur geta borist í menn með matvælum sem komist hafa í snertingu við vatn eða áburð sem innihélt ónæmar bakteríur,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. Aðrir sem skipa starfshópinn eru: Anna Margrét Halldórsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Jón Steinar Jónsson, Karl Gústaf Kristinsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Vigdís Tryggvadóttir og Guðlín Steinsdóttir.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31. ágúst 2022 20:38