Innlent

Siggi Sveins þarf hóp­efli til bjargar Skolla

Jakob Bjarnar skrifar
Guðmundur Gestur Sveinsson, bróðir Sigga, skoðar aðstæður.
Guðmundur Gestur Sveinsson, bróðir Sigga, skoðar aðstæður. siggi sveins

Sigurður Sveinsson handboltakappi með meiru leitar nú eftir liðsinni við að bjarga golfbíl sínum úr skafli.

„Það voru þung spor þegar undirritaður kom að Skolla sínum í gær ísköldum, illa klæddum og í frekar slæmu standi,“ segir Siggi í Facebook-status.

Vísir greindi frá því þegar Siggi boðaði að hann myndi dýfa viðkomandi í tjöru og fiðra þjófinn sem stal golfbíl hans með innbroti í gám sem var við Golfklúbb Mosfellsbæjar.

Siggi sendi út herkall og bíllinn fannst. Nú eru góð ráð hins vegar dýr.

„Jæja fyrsta björgunatilraun fór í vaskinn en það þýðir ekki að berja hausnum við vegg heldur brosa og næsti leiðangur er í bígerð og það er klárt mál að Skolli mun sjást á golfvöllum landsins í sumar,“ segir Siggi brattur.

En hvernig á að bjarga golfbílnum. Það er verkefni dagsins. Siggi er með hugmynd sem snýst um hópefli, að múgur og margmenni mæti með skóflur og moki Skolla út.

„Var reyndar að spá í að bjóða í kaffi og kleinur á laugardaginn við bílinn en hann er staddur við Helgafell í Mosfellsdal. Væri gaman að fara í leiki "hver mokar mestan snjó á 30 mín og hvað tekur langan tíma að draga golfbíl 1km."


Tengdar fréttir

Golfbíllinn fannst kaldur og yfirgefinn í Mosfellsdal

Golfbíll Sigurðar Sveinssonar, Skolli, er kominn í leitirnar. Hann fannst í skóglendi í Mosfellsdal og því má ætla að hinir ábyrgu sleppi við að Sigurður dýfi þeim í tjöru og fiðri, líkt og hann hafði hótað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×