„Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 19:27 Talið er að fráveitukerfið í austurhluta Grindavíkur sé laskað. Björn Steinbekk Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. Þetta kom fram í máli Atla Geirs Júlíussonar á íbúafundi Grindvíkinga í kvöld. Hann segir að á miðvikudag verði byrjað á því að hleypa köldu vatni inn á hafnarsvæði bæjarins klukkan 10, 13 og 14. „Þetta þarf að gerast í ákveðnum skrefum og svo munum við byrja að þreifa fyrir okkur inni í bænum eftir það. Af því að við höfum ekkert vatn á kerfinu, þannig að við vitum í raun og veru ekki alveg hvernig staðan er á dreifikerfi vatnsveitunnar í bænum. Það mun raungerast fyrir okkur þegar vatnið kemst á stofninn og við byrjum að láta þetta seitla inn í bæinn. Vonandi mun það ganga vel, vatnsveitan okkar sýndi ótrúlega seigju.“ Fráveitan tekur lengri tíma Atli Geir segir að lengri tíma muni taka að koma fráveitukerfi bæjarins í lag. „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum á meðan við höfum ekki vatn. Meðfram þessari vinnu vonumst við til þess að geta farið að nota fráveitukerfið okkar og við munum meta það jafnt og þétt hvernig fráveitan liggur út. Fyrir þennan viðburð 14. janúar var fráveitan orðin virk hjá okkur. Það er ákveðin bjartsýni í vestari hlutanum og hafnarsvæðinu, af því að þar höfum við ekki séð svona miklu aflögun á landinu. En við erum nokkuð vissir um að austurhlutinn sé að einhverju leyti tjónaður.“ Hann segir að það að gera við kalda vatnið í austari hluta bæjarins sé nánast að „ljúga það saman“ en þegar kemur af fráveitunni þurfi að treysta á sjálfrennsli og slíkt. Það gæti orðið flóknari aðgerð. Vatn Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þetta kom fram í máli Atla Geirs Júlíussonar á íbúafundi Grindvíkinga í kvöld. Hann segir að á miðvikudag verði byrjað á því að hleypa köldu vatni inn á hafnarsvæði bæjarins klukkan 10, 13 og 14. „Þetta þarf að gerast í ákveðnum skrefum og svo munum við byrja að þreifa fyrir okkur inni í bænum eftir það. Af því að við höfum ekkert vatn á kerfinu, þannig að við vitum í raun og veru ekki alveg hvernig staðan er á dreifikerfi vatnsveitunnar í bænum. Það mun raungerast fyrir okkur þegar vatnið kemst á stofninn og við byrjum að láta þetta seitla inn í bæinn. Vonandi mun það ganga vel, vatnsveitan okkar sýndi ótrúlega seigju.“ Fráveitan tekur lengri tíma Atli Geir segir að lengri tíma muni taka að koma fráveitukerfi bæjarins í lag. „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum á meðan við höfum ekki vatn. Meðfram þessari vinnu vonumst við til þess að geta farið að nota fráveitukerfið okkar og við munum meta það jafnt og þétt hvernig fráveitan liggur út. Fyrir þennan viðburð 14. janúar var fráveitan orðin virk hjá okkur. Það er ákveðin bjartsýni í vestari hlutanum og hafnarsvæðinu, af því að þar höfum við ekki séð svona miklu aflögun á landinu. En við erum nokkuð vissir um að austurhlutinn sé að einhverju leyti tjónaður.“ Hann segir að það að gera við kalda vatnið í austari hluta bæjarins sé nánast að „ljúga það saman“ en þegar kemur af fráveitunni þurfi að treysta á sjálfrennsli og slíkt. Það gæti orðið flóknari aðgerð.
Vatn Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27
Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56