Ólík upplifun pílukastara og framkvæmdastjóra af meintum flugdólgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 13:01 Um var að ræða flugvél Icelandair á leið heim frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, segir ungan flugþjón í vél Icelandair á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Íslands í gærkvöldi hafa sýnt aðdáunarverða stillingu gagnvart ógæfudreng í geðrofi í vélinni. Þetta segir Haraldur, betur þekktur sem Halli Egils, í færslu á Facebook. Tilefnið er færsla Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra og eins eiganda Bako Ísberg, á Facebook. Þar lýsir Bjarni heimfluginu og fyrstu kynnum sínum af flugdólgi. „Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja. Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona því hann byrjaði að góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um að þetta væru skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni. Lendiði helvítis vélinni „Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra „lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni. Ungur flugþjónn hafi verið settur við hlið mannsins og staðið sig vel, rabbað við hann og haldið rólegum. Meira að segja þegar farþeginn bað um viský eftir lendingu og leigubíl út að vél eftir að hafa kastað upp. „Svo kom löggan og fjarlægði hann, þá sá ég að minn maður var ungur fíkill. Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni. Bjarni Ákason lætur reglulega til sín taka í umræðunni á Facebook.Vísir/Vilhelm Kona hans hafi ekki tekið það í mál og tjáð Bjarna að hann væri fáviti. Halli hefur nokkuð ólíka upplifun af ferðalaginu heim. Hann segist hafa setið í fimmtu sætaröð fyrir aftan Bjarna og frú sem voru í þeirri fjórðu á Business class. Ungi ógæfumaðurinn hafi verið í næstu sætaröð fyrir aftan sig. Ekkert hafi gerst fyrr en um fjörutíu mínútur voru í lendingu. Helsta ónæðið gagnvart farþegunum á Business class „Hann vildi bara „leggja helvítis rútunni“ og „ef hann væri að keyra þá væru allir komnir heim“... Svona talaði hann smá rant, örlítið hávær, en alls ekkert vesen á honum.“ Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og Halli Egils mynduðu teymi í stjörnupílunni á Stöð 2 Sport í fyrra.Stöð 2 Sport Ónæðið hafi verið lítið, smá hávaði sem hafi að mestu drukknað í hávaðanum í vélinni sjálfri. „Lögreglan kom, fylgdi honum úr vélinni. Hann bað um að það yrði hringt í móður hans. Það var aldrei nein hætta vegna hans, mesta ónæðið sem hann skapaði var hjá þessu góða fólki í business class rýminu sem vildi síðan taka mynd af honum sér til skemmtunar,“ segir Halli. Þó Halli og Bjarni sjái ýmislegt ekki sama ljósi eru þeir þó sammála um að flugþjónninn hafi staðið sig vel. „Flugþjónninn sem sat hjá drengnum þessar síðustu mínútur af ferðinni á svo sannarlega hrós skilið fyrir fagmennsku og þolinmæði. Bjarni Ákason mætti alveg taka sér hann til fyrirmyndar,“ segir Halli sem hefði kosið meiri skilning á aðstæðum fólks í fíknivanda. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Þetta segir Haraldur, betur þekktur sem Halli Egils, í færslu á Facebook. Tilefnið er færsla Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra og eins eiganda Bako Ísberg, á Facebook. Þar lýsir Bjarni heimfluginu og fyrstu kynnum sínum af flugdólgi. „Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja. Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona því hann byrjaði að góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um að þetta væru skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni. Lendiði helvítis vélinni „Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra „lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni. Ungur flugþjónn hafi verið settur við hlið mannsins og staðið sig vel, rabbað við hann og haldið rólegum. Meira að segja þegar farþeginn bað um viský eftir lendingu og leigubíl út að vél eftir að hafa kastað upp. „Svo kom löggan og fjarlægði hann, þá sá ég að minn maður var ungur fíkill. Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni. Bjarni Ákason lætur reglulega til sín taka í umræðunni á Facebook.Vísir/Vilhelm Kona hans hafi ekki tekið það í mál og tjáð Bjarna að hann væri fáviti. Halli hefur nokkuð ólíka upplifun af ferðalaginu heim. Hann segist hafa setið í fimmtu sætaröð fyrir aftan Bjarna og frú sem voru í þeirri fjórðu á Business class. Ungi ógæfumaðurinn hafi verið í næstu sætaröð fyrir aftan sig. Ekkert hafi gerst fyrr en um fjörutíu mínútur voru í lendingu. Helsta ónæðið gagnvart farþegunum á Business class „Hann vildi bara „leggja helvítis rútunni“ og „ef hann væri að keyra þá væru allir komnir heim“... Svona talaði hann smá rant, örlítið hávær, en alls ekkert vesen á honum.“ Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og Halli Egils mynduðu teymi í stjörnupílunni á Stöð 2 Sport í fyrra.Stöð 2 Sport Ónæðið hafi verið lítið, smá hávaði sem hafi að mestu drukknað í hávaðanum í vélinni sjálfri. „Lögreglan kom, fylgdi honum úr vélinni. Hann bað um að það yrði hringt í móður hans. Það var aldrei nein hætta vegna hans, mesta ónæðið sem hann skapaði var hjá þessu góða fólki í business class rýminu sem vildi síðan taka mynd af honum sér til skemmtunar,“ segir Halli. Þó Halli og Bjarni sjái ýmislegt ekki sama ljósi eru þeir þó sammála um að flugþjónninn hafi staðið sig vel. „Flugþjónninn sem sat hjá drengnum þessar síðustu mínútur af ferðinni á svo sannarlega hrós skilið fyrir fagmennsku og þolinmæði. Bjarni Ákason mætti alveg taka sér hann til fyrirmyndar,“ segir Halli sem hefði kosið meiri skilning á aðstæðum fólks í fíknivanda.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“