Sparar yfirlýsingar á ögurstundu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:08 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Einar Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins að mati formanns VR. Það skýrist á allra næstu dögum hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki. Tíu dagar ERU síðan breiðfylkingin lýsti viðræðunum við Samtök atvinnulífsins árangurslausum en þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist enn bíða eftir viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins. „Bæði varðandi forsenduákvæðin og aðra huti og þetta ætti að skýrast á allra næstu dögum. Mögulega í dag eða á morgun, hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.“ Þurfi góðar varnir Um ögurstund sé að ræða og kominn tími á svör. Hann gerir ekki ráð fyrir að farið verði aftur að samningsborðinu án hugarfarsbreytingar hjá Samtökum atvinnulífsins „Við þurfum að hafa góðar varnir í okkar samningi. Ef við ætlum okkur að fara í þessa vegferð að ná niður vöxtum og verðbólgu hratt og vel er alveg ljóst að það þarf að vera einhver hvati í okkar samningi og þá í gegnum foresenduákvæðin að fyrirtæki taki raunverulega þátt í þessu með okkur en skilji okkur bara eftir um leið og það er skrifað undir. Þannig það er forsendan fyrir því að það sé hægt að fara í þessa hugmyndafræði sem við höfum verið að teikna upp.“ Hverjir eru valkostirnir núna, þú segir að það verði farið að borðinu eða ekki. Hvað þá? „Eigum við ekki að sjá hvað dagurinn ber með sér, og mögulega morgundagurinn. Svo sjáum við hvernig það fer. Ég held að það sé best að vera spar á yfirlýsingar á þessu stigi,“ segir Ragnar Þór. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Tíu dagar ERU síðan breiðfylkingin lýsti viðræðunum við Samtök atvinnulífsins árangurslausum en þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist enn bíða eftir viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins. „Bæði varðandi forsenduákvæðin og aðra huti og þetta ætti að skýrast á allra næstu dögum. Mögulega í dag eða á morgun, hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.“ Þurfi góðar varnir Um ögurstund sé að ræða og kominn tími á svör. Hann gerir ekki ráð fyrir að farið verði aftur að samningsborðinu án hugarfarsbreytingar hjá Samtökum atvinnulífsins „Við þurfum að hafa góðar varnir í okkar samningi. Ef við ætlum okkur að fara í þessa vegferð að ná niður vöxtum og verðbólgu hratt og vel er alveg ljóst að það þarf að vera einhver hvati í okkar samningi og þá í gegnum foresenduákvæðin að fyrirtæki taki raunverulega þátt í þessu með okkur en skilji okkur bara eftir um leið og það er skrifað undir. Þannig það er forsendan fyrir því að það sé hægt að fara í þessa hugmyndafræði sem við höfum verið að teikna upp.“ Hverjir eru valkostirnir núna, þú segir að það verði farið að borðinu eða ekki. Hvað þá? „Eigum við ekki að sjá hvað dagurinn ber með sér, og mögulega morgundagurinn. Svo sjáum við hvernig það fer. Ég held að það sé best að vera spar á yfirlýsingar á þessu stigi,“ segir Ragnar Þór.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira