Full vinna að vera í fæðingarorlofi en nærandi að gleyma sér aðeins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 11:30 Sólveig Einarsdóttir og Eva Sigrún Guðjónsdóttir standa fyrir matarhlaðvarpinu Bragðheimar. Aðsend Þær Eva Sigrún Guðjónsdóttir og Sólveig Einarsdóttir eru miklir matgæðingar og gætu ekki gleymt því að borða sama hversu uppteknar þær eru. Stöllurnar kynntust nýverið í fæðingarorlofi og ákváðu að sameina krafta sína með hlaðvarpinu Bragðheimar, sem fjallar einmitt um mat. Þrjú börn með tíu daga millibili Eva Sigrún og Sólveig eignuðust þrjú börn með tíu daga millibili en Eva eignaðist tvíbura. Það kom fljótlega í ljós að þær deildu miklum áhuga á mat og matargerð. Þegar þær áttuðu sig á því að lasagnað þeirra innihéldi nákvæmlega sömu hráefni segja þær að eitthvað hafi gerst. „Það leið ekki á löngu fyrr en við rönkuðum við okkur í stúdíó við tökur á fyrsta þætti af Bragðheimum,“ segja stelpurnar en á þremur vikum hafa þær gefið út fjóra þætti sem þær segja einkennast af fróðleik, gríni og babbli tengdu mat, matargerð og matarmenningu. Samhliða hlaðvarps þáttunum halda þær uppi Instagram síðu Bragðheima og deila því sem þær hafa verið að kokka og ræða í síðustu þáttum. View this post on Instagram A post shared by Bragðheimar (@bragdheimar) Aldrei tengt við konur sem gera allt í orlofinu Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur lengi viljað gera eitthvað meira úr þessu áhugamáli sínu. „Af einhverjum ástæðum hafði mér aldrei dottið í hug að gera hlaðvarp. Mér fannst það örugglega bara einhver klisja. En auðvitað er það frábær hugmynd. Það eru ekki bara við vinkonur mínar sem erum alltaf að tala um mat, eiginlega allir tala mikið um mat, meðvitað eða ómeðvitað.“ Hún segir að það hafi verið algjör draumur að kynnast Evu í orlofinu og þær hafi fljótt komist að því að þær vildu gera eitthvað saman. „Það er full vinna að vera í fæðingarorlofi. Ég hef aldrei tengt við konur sem gera allt í fæðingarorlofinu sínu. Fara í ræktina, stofna fyrirtæki og halda stórar veislur. Eins upptekinn og maður er í orlofi með ungabarn og annað á leikskóla þá er nærandi að fá vettvang til að gleyma börnunum í smá stund, setja niður með glænýrri vinkonu og grínast um góðan mat.“ Dýrmætt að geta gleymt sér um stund Eva sem er mikil mataráhugakona var búin að vera með hugmyndina um matarhlaðvarp í maganum í mörg ár en aldrei látið til skarar skríða. Það var síðan í göngu á örlagaríkum og gráum miðvikudags eftirmiðdegi þar sem hlutirnir fara að rúlla. Á einungis tveimur vikum voru þær Eva og Solla búnar að taka upp þrjá þætti og segja þær að þættirnir hafi hlotið bæði góðar og miklar undirtektir. „Það er auðvitað nóg að gera í fæðingarorlofi með tvíbura, ef orlof má kalla, en það er alveg ofboðslega dýrmætt að geta gleymt sér um stund í Bragðheima-brasi,“ segir Eva létt í bragði og bætir við: „Ég lít á Bragðheima sem samfélagslegt verkefni. Flest elskum við góðan mat og í Bragðheimum ræðum við um alls konar mat og góð ráð tengd matargerð sem ætti að hafa hvetjandi og jákvæð áhrif á hlustendur. Við spjöllum við fjölbreyttan hóp viðmælenda sem deila góðum ráðum í eldhúsinu sínu, segja okkur frá sakbitnu sælunni sinni og þar fram eftir götunum. Bragðheimar eru fyrir sælkerann, sjoppuna og meðaljóninn.“ Ástin og lífið Matur Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Þrjú börn með tíu daga millibili Eva Sigrún og Sólveig eignuðust þrjú börn með tíu daga millibili en Eva eignaðist tvíbura. Það kom fljótlega í ljós að þær deildu miklum áhuga á mat og matargerð. Þegar þær áttuðu sig á því að lasagnað þeirra innihéldi nákvæmlega sömu hráefni segja þær að eitthvað hafi gerst. „Það leið ekki á löngu fyrr en við rönkuðum við okkur í stúdíó við tökur á fyrsta þætti af Bragðheimum,“ segja stelpurnar en á þremur vikum hafa þær gefið út fjóra þætti sem þær segja einkennast af fróðleik, gríni og babbli tengdu mat, matargerð og matarmenningu. Samhliða hlaðvarps þáttunum halda þær uppi Instagram síðu Bragðheima og deila því sem þær hafa verið að kokka og ræða í síðustu þáttum. View this post on Instagram A post shared by Bragðheimar (@bragdheimar) Aldrei tengt við konur sem gera allt í orlofinu Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur lengi viljað gera eitthvað meira úr þessu áhugamáli sínu. „Af einhverjum ástæðum hafði mér aldrei dottið í hug að gera hlaðvarp. Mér fannst það örugglega bara einhver klisja. En auðvitað er það frábær hugmynd. Það eru ekki bara við vinkonur mínar sem erum alltaf að tala um mat, eiginlega allir tala mikið um mat, meðvitað eða ómeðvitað.“ Hún segir að það hafi verið algjör draumur að kynnast Evu í orlofinu og þær hafi fljótt komist að því að þær vildu gera eitthvað saman. „Það er full vinna að vera í fæðingarorlofi. Ég hef aldrei tengt við konur sem gera allt í fæðingarorlofinu sínu. Fara í ræktina, stofna fyrirtæki og halda stórar veislur. Eins upptekinn og maður er í orlofi með ungabarn og annað á leikskóla þá er nærandi að fá vettvang til að gleyma börnunum í smá stund, setja niður með glænýrri vinkonu og grínast um góðan mat.“ Dýrmætt að geta gleymt sér um stund Eva sem er mikil mataráhugakona var búin að vera með hugmyndina um matarhlaðvarp í maganum í mörg ár en aldrei látið til skarar skríða. Það var síðan í göngu á örlagaríkum og gráum miðvikudags eftirmiðdegi þar sem hlutirnir fara að rúlla. Á einungis tveimur vikum voru þær Eva og Solla búnar að taka upp þrjá þætti og segja þær að þættirnir hafi hlotið bæði góðar og miklar undirtektir. „Það er auðvitað nóg að gera í fæðingarorlofi með tvíbura, ef orlof má kalla, en það er alveg ofboðslega dýrmætt að geta gleymt sér um stund í Bragðheima-brasi,“ segir Eva létt í bragði og bætir við: „Ég lít á Bragðheima sem samfélagslegt verkefni. Flest elskum við góðan mat og í Bragðheimum ræðum við um alls konar mat og góð ráð tengd matargerð sem ætti að hafa hvetjandi og jákvæð áhrif á hlustendur. Við spjöllum við fjölbreyttan hóp viðmælenda sem deila góðum ráðum í eldhúsinu sínu, segja okkur frá sakbitnu sælunni sinni og þar fram eftir götunum. Bragðheimar eru fyrir sælkerann, sjoppuna og meðaljóninn.“
Ástin og lífið Matur Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira