Íslenskur prjónahittingur á Tenerife í hverri viku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2024 20:31 Hópurinn, sem hittist alltaf á miðvikudögum klukkan 14:00 á veitingastað á Tenerife til að prjóna saman, allt hressar og skemmtilegar konur, sem segja fátt betra en á vera á Tenerife á þessum tíma árs með prjónana sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru kátar og hressar íslensku konurnar, sem hittast reglulega og prjóna saman á Tenerife. Aðallega er verið að prjóna á barnabörnin heima á Íslandi, þó þær séu með ýmislegt annað á prjónunum á vikulegum prjónahitting hópsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að búa alveg á eyjunni, eða vera þar yfir veturinn á meðan svartasta skammdegið gengur yfir á Íslandi. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma. „Mér finnst þetta bara alveg nauðsynlegt og þetta er barnið mitt og ég er svo ánægð með það, sem ég er búin að gera og vil bara að þetta verði áfram þótt ég sé að fara heim á Selfoss, en ég ætla að koma aftur í haust og þá verður þetta bara enn þá stærri hópur heldur en er núna,” segir Ingibjörg alsæl. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma og segist vera mjög stolt af því enda framtakið hennar frábært.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta frábært framtak, alveg dásamlegt og virkilega gaman að koma og hittast líka og spjalla við fólkið,” segir Pálína Erna Ásgeirsdóttir. Pálína Erna Ásgeirsdóttir er mjög ánægð með framtakið í kringum prjónahittinginn enda reynir hún alltaf að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það gengur ekki mikið hjá mér prjónaskapurinn, ég skal viðurkenna það, en ég er búin með hælinn þannig að þetta verður allavega einn sokkur,” segir Anna Grímsdóttir skellihlæjandi. Anna Grímsdóttir segir að prjónaskapurinn gangi ekki alltaf vel hjá sér en hún lætur sig þó hafa það og mætir í þennan flotta félagsskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru engir karlar að prjóna með ykkur? „Ekki enn þá en það hlýtur að koma að því, ég trúi ekki öðru. Þeir eru allavega alltaf að koma nær og nær okkur hérna,” segir Björk Ingþórsdóttir. Björk Ingþórsdóttir segir að það styttist og styttist í að karlarnir komi og prjóni með konunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gengur og gerist eru konurnar mis fljótar að prjóna en það er þó ein í hópnum, sem er eins og raketta þegar kemur að prjónunum enda bunkar af fötum fyrir framan hana sem hún hefur prjónað síðustu vikur. Sjáið til dæmis þessa fallegu peysu á langömmubarn, sem á að koma í heiminn eftir nokkrar vikur. „Ég veit ekki af hverju ég er svona fljót að prjóna, þetta hlýtur bara að vera eitthvað í genunum,“ segir Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari. Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari með fallega peysu, sem hún var að prjóna á barnabarn sitt, sem kemur í heiminn eftir nokkrar vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Prjónaskapur Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Konurnar eiga það sameiginlegt að búa alveg á eyjunni, eða vera þar yfir veturinn á meðan svartasta skammdegið gengur yfir á Íslandi. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma. „Mér finnst þetta bara alveg nauðsynlegt og þetta er barnið mitt og ég er svo ánægð með það, sem ég er búin að gera og vil bara að þetta verði áfram þótt ég sé að fara heim á Selfoss, en ég ætla að koma aftur í haust og þá verður þetta bara enn þá stærri hópur heldur en er núna,” segir Ingibjörg alsæl. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma og segist vera mjög stolt af því enda framtakið hennar frábært.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta frábært framtak, alveg dásamlegt og virkilega gaman að koma og hittast líka og spjalla við fólkið,” segir Pálína Erna Ásgeirsdóttir. Pálína Erna Ásgeirsdóttir er mjög ánægð með framtakið í kringum prjónahittinginn enda reynir hún alltaf að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það gengur ekki mikið hjá mér prjónaskapurinn, ég skal viðurkenna það, en ég er búin með hælinn þannig að þetta verður allavega einn sokkur,” segir Anna Grímsdóttir skellihlæjandi. Anna Grímsdóttir segir að prjónaskapurinn gangi ekki alltaf vel hjá sér en hún lætur sig þó hafa það og mætir í þennan flotta félagsskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru engir karlar að prjóna með ykkur? „Ekki enn þá en það hlýtur að koma að því, ég trúi ekki öðru. Þeir eru allavega alltaf að koma nær og nær okkur hérna,” segir Björk Ingþórsdóttir. Björk Ingþórsdóttir segir að það styttist og styttist í að karlarnir komi og prjóni með konunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gengur og gerist eru konurnar mis fljótar að prjóna en það er þó ein í hópnum, sem er eins og raketta þegar kemur að prjónunum enda bunkar af fötum fyrir framan hana sem hún hefur prjónað síðustu vikur. Sjáið til dæmis þessa fallegu peysu á langömmubarn, sem á að koma í heiminn eftir nokkrar vikur. „Ég veit ekki af hverju ég er svona fljót að prjóna, þetta hlýtur bara að vera eitthvað í genunum,“ segir Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari. Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari með fallega peysu, sem hún var að prjóna á barnabarn sitt, sem kemur í heiminn eftir nokkrar vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Prjónaskapur Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning