Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00. vísir/vilhelm

Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur og vill ekki gefa upp hvernig hann tengist málinu nákvæmlega.

Formaður Lögmannafélagsins segir það grafalvarlegt að lögmaður hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu úrskurðanefndar með því að veita henni villandi upplýsingar. Hann kannast ekki við að annað slíkt hafi gerst á síðustu árum.

Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða um Alexei Navalní voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Að minnsta kosti hundrað manns voru handtekin fyrir mótmæli í Rússlandi í gær.

Þá verður rætt við heilbrigðisráðherra sem segir niðurstöður könnunar meðal ljósmæðra alvarlegar auk þess sem við heyrum í íbúum í Mýrdalshreppi sem fagna ákveðnum veðlaunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×