Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Telma Tómasdóttir segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30.
Telma Tómasdóttir segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30.

Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Utanríkisráðherra Íslands segir Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða hans.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni frá minningarstund við rússneska sendiráðið.

Enn er talið of hættulegt að fara inn á smurstöð N1 í Fellsmúla, sem brann í gær, og því ómögulegt að segja til um upptök eldsins. Í kvöldfréttum sjáum við myndir frá vettvangi og heyrum í fyrirtækjaeigendum sem segja það hafa verið mikið áfall að fylgjast með eldinum gleypa hluta hússins í gær.

Þá verður rætt við formann bæjarráðs Grindavíkur sem segir það skjóta skökku við að Bláa lónið fái að taka á móti gestum meðan íbúar og fyrirtæki í Grindavík fái takmarkað aðgengi að heimabæ sínum. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, kemur einnig í myndver og fer yfir stöðu flugfélagsins Play, við heyrum í umhverfisráðherra í beinni um nýtt samkomulag við Bandaríkjamenn í orkumálum og verðum í beinni frá Hafnarfirði þar sem tíundu bekkingar úr Víðistaðaskóla eru að frumsýna leikritið Mary Poppins í kvöld.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×