Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2024 13:08 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra vonar að frumvarp hennar um uppkaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík verði afgreitt fyrir lok næstu viku. Hins vegar væri mikilvægt að efnahags- og viðskiptanefnd fari vel yfir frumvarpið. Vísir/Vilhelm Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík á sérstökum þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þetta er langdýrasta aðgerð stjórnvalda vegna hamfaranna í Grindavík en áætlaður kostnaður er rúmir 60 milljarðar króna. Eggert Sólberg Jónsson íbúi í Grindavík bíður eins og fleiri eftir því að Alþingi afgreiði frumvarp um uppkaup húsnæðis í bænum.Vísir/Vilhelm „Ríkið hefur aldrei lagst í slíkt verkefni, að minnsta kosti ekki af þessari stærðargráðu. Þetta er stórt en er auðvitað með aðkomu fjármálastofnana, eðlilega. Það er gott að það náðist þannig að það léttir á ríkissjóði,“ segir Þórdís Kolbrún. Markmið lagasetningarinnar er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgi eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Uppkaupin ná til fasteigna í þinglýstri eigu einstaklings hinn 10. nóvember 2023 sem jafnframt var þá með skráð lögheimili í húsnæðinu. Heimilt er að víkja frá skilyrði um lögheimili ef tímabundnar aðstæður skýra að viðkomandi hafi ekki verið með skráð lögheimili í íbúðarhúsnæðinu. Margir fasteignaeigendur sem hafa leigt íbúðarhúsnæði sitt og ekki haft lögheimili í Grindavík hafa lýst áhyggjum vegna þessa ákvæðis frumvarpsins og fjölmargir gert athugasemd við það. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir skilyrði um lögheimili í Grindavík ekki verða túlkað þröngt þegar kemur að uppkaupum íbúðarhúsnæðis í bænum.Stöð 2/Ívar Fannar „Það verður ekki túlkað þröngt. Það verður litið til aðstæðna. En markmiðið er auðvitaðað ná utan um heimili fólks. Svo geta verið aðstæður sem skýra það af hverju fólk er ekki með lögheimili þar og við munum taka tillit til þeirra,“ segir fjármálaráðherra. Í frumvarpinu sé til að mynda ekki tekið á frístundahúsum og öðru álíka. Þá verði tekið á stöðu fyrirtækja í öðru frumvarpi. Í þessu frumvarpi væri fólk og fjölskyldur tekið fram yfir önnur umsvif. Lögin taki jafnframt til íbúðarhúsnæðis í eigu dánarbúa enda hafi húsnæðið verið nýtt til heimilishalds og til kaupa á íbúðarhúsnæði í smíðum samkvæmt tilteknum skilyrðum. Eigendur húsnæðisins hafa forkaupsrétt að því innan tveggja ára frá því lögin taka gildi. Alger óvissa ríkir um það hvenær verður aftur búandi í Grindavík.Stöð 2/Arnar Þórdís Kolbrún segir undirbúning frumvarpsins hafa farið fram í samráðshópi með fulltrúum allra flokka og það fái því vonandi fljóta afgreiðslu í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún reikni þó ekki með að frumvarpið verði að lögum í dag eða á morgun því nefndin þurfi eðlilega tíma til að fara yfir gögn og umsagnir. „En ég vona að þetta þurfi ekki að taka langan tíma. Vegna þess að ég veit að fólk er mjög að bíða eftir því að þetta klárist þannig að það geti tekið ákvarðanir. Við höfum þurft að feta þann veg þar sem annars vegar er tímapressa. Hins vegar er þetta rosalega stórt verkefni sem ekki hefur verið farið í áður og það þarf að vanda til verka,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. 14. febrúar 2024 23:00 „Við lögðum líf og sál í þetta“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur. 14. febrúar 2024 22:26 Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 „Þetta er allt á hreyfingu“ Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki. 13. febrúar 2024 23:12 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík á sérstökum þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þetta er langdýrasta aðgerð stjórnvalda vegna hamfaranna í Grindavík en áætlaður kostnaður er rúmir 60 milljarðar króna. Eggert Sólberg Jónsson íbúi í Grindavík bíður eins og fleiri eftir því að Alþingi afgreiði frumvarp um uppkaup húsnæðis í bænum.Vísir/Vilhelm „Ríkið hefur aldrei lagst í slíkt verkefni, að minnsta kosti ekki af þessari stærðargráðu. Þetta er stórt en er auðvitað með aðkomu fjármálastofnana, eðlilega. Það er gott að það náðist þannig að það léttir á ríkissjóði,“ segir Þórdís Kolbrún. Markmið lagasetningarinnar er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgi eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Uppkaupin ná til fasteigna í þinglýstri eigu einstaklings hinn 10. nóvember 2023 sem jafnframt var þá með skráð lögheimili í húsnæðinu. Heimilt er að víkja frá skilyrði um lögheimili ef tímabundnar aðstæður skýra að viðkomandi hafi ekki verið með skráð lögheimili í íbúðarhúsnæðinu. Margir fasteignaeigendur sem hafa leigt íbúðarhúsnæði sitt og ekki haft lögheimili í Grindavík hafa lýst áhyggjum vegna þessa ákvæðis frumvarpsins og fjölmargir gert athugasemd við það. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir skilyrði um lögheimili í Grindavík ekki verða túlkað þröngt þegar kemur að uppkaupum íbúðarhúsnæðis í bænum.Stöð 2/Ívar Fannar „Það verður ekki túlkað þröngt. Það verður litið til aðstæðna. En markmiðið er auðvitaðað ná utan um heimili fólks. Svo geta verið aðstæður sem skýra það af hverju fólk er ekki með lögheimili þar og við munum taka tillit til þeirra,“ segir fjármálaráðherra. Í frumvarpinu sé til að mynda ekki tekið á frístundahúsum og öðru álíka. Þá verði tekið á stöðu fyrirtækja í öðru frumvarpi. Í þessu frumvarpi væri fólk og fjölskyldur tekið fram yfir önnur umsvif. Lögin taki jafnframt til íbúðarhúsnæðis í eigu dánarbúa enda hafi húsnæðið verið nýtt til heimilishalds og til kaupa á íbúðarhúsnæði í smíðum samkvæmt tilteknum skilyrðum. Eigendur húsnæðisins hafa forkaupsrétt að því innan tveggja ára frá því lögin taka gildi. Alger óvissa ríkir um það hvenær verður aftur búandi í Grindavík.Stöð 2/Arnar Þórdís Kolbrún segir undirbúning frumvarpsins hafa farið fram í samráðshópi með fulltrúum allra flokka og það fái því vonandi fljóta afgreiðslu í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún reikni þó ekki með að frumvarpið verði að lögum í dag eða á morgun því nefndin þurfi eðlilega tíma til að fara yfir gögn og umsagnir. „En ég vona að þetta þurfi ekki að taka langan tíma. Vegna þess að ég veit að fólk er mjög að bíða eftir því að þetta klárist þannig að það geti tekið ákvarðanir. Við höfum þurft að feta þann veg þar sem annars vegar er tímapressa. Hins vegar er þetta rosalega stórt verkefni sem ekki hefur verið farið í áður og það þarf að vanda til verka,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. 14. febrúar 2024 23:00 „Við lögðum líf og sál í þetta“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur. 14. febrúar 2024 22:26 Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 „Þetta er allt á hreyfingu“ Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki. 13. febrúar 2024 23:12 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. 14. febrúar 2024 23:00
„Við lögðum líf og sál í þetta“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur. 14. febrúar 2024 22:26
Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52
„Þetta er allt á hreyfingu“ Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki. 13. febrúar 2024 23:12