Innlent

Sveitar­fé­lögin gætu sam­einast í sumar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Blönduós er í Húnabyggð.
Blönduós er í Húnabyggð. Vísir/Vilhelm

Við vinnu að sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar er gert ráð fyrir að sameiningin geti tekið gildi þann 1. júní næstkomandi, svo lengi sem hún sé samþykkt í íbúakosningu. Verkefnahópur hefur síðustu vikur skoðað mögulega sameiningu.

Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Húnabyggðar. 

Sameiningarviðræðurnar hafa verið lengi í gangi og hófust í raun og veru sumarið 2021 þegar kosið var um sameiningu sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu. Samkvæmt vef Feykis höfnuðu íbúar Skagastrandar og Skagabyggðar þeim áformum. 

Í kjölfar þess sameinuðust Blönduós og Húnavatnshreppur í nýtt sveitarfélag, Húnabyggð. Þá fóru sveitarstjórnir Skagastrandar og Skagabyggðar að skoða sameiningu. Málið dó innan sveitarstjórnar Skagabyggðar og sneru sér þess í stað að viðræðum við Húnabyggð. 

Málið bíður nú seinni umræðu innan sveitarstjórnar Húnabyggðar og verður í kjölfar hennar skipuð samstarfsnefnd með fulltrúum beggja sveitarfélaga. 

Skagabyggð er eitt fámennasta sveitarfélag landsins en þar búa 89 manns samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Í Húnabyggð búa 1.295 manns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×