Tilnefningarferlið hefst á ný 7. mars næstkomandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 06:45 Ef fer sem horfir fær Ísland nýjan biskup í apríl. Vísir/Vilhelm Forsætisnefnd kirkjuþings hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar þjóðkirkjunnar um að tilnefningarferlið fyrir biskupskjör hefjist á ný þann 7. mars næstkomandi. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Þar segir að tilnefningarferlið muni standa yfir í fimm daga en biskupskjörið sjálft hefjast í annarra vikunni í apríl. Þá verður kosið á milli þeirra þriggja sem fá flestar tilnefningar í tilnefningarferlinu. Tilnefningarferlið hófst formlega 1. febrúar síðastliðinn og lauk 7. febrúar en tæknilegir örðugleikar urðu þess valdandi að ekki reyndist unnt að telja tilnefningarnar sem bárust. Af þeim 164 prestum og djáknum sem hafa tilnefningarrétt tóku 160 þátt. Kjörstjórn þjóðkirkjunnar lagðist þá undir feld og komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti að auglýsa ferlið upp á nýtt, heldur stæði það enn yfir og yrði einfaldlega endurtekið. Til stóð að taka við tilnefningum að nýju frá og með 9. febrúar en hætt var við þegar engin svör bárust frá forsætisnefnd um málið. Sjö hafa lýst áhuga á biskupsembættinu; Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Þá hefur Svavar Alfreð Jónsson einnig verið nefndur en gefið óskýr svör um hvort hann taki við tilnefningum. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54 Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Þar segir að tilnefningarferlið muni standa yfir í fimm daga en biskupskjörið sjálft hefjast í annarra vikunni í apríl. Þá verður kosið á milli þeirra þriggja sem fá flestar tilnefningar í tilnefningarferlinu. Tilnefningarferlið hófst formlega 1. febrúar síðastliðinn og lauk 7. febrúar en tæknilegir örðugleikar urðu þess valdandi að ekki reyndist unnt að telja tilnefningarnar sem bárust. Af þeim 164 prestum og djáknum sem hafa tilnefningarrétt tóku 160 þátt. Kjörstjórn þjóðkirkjunnar lagðist þá undir feld og komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti að auglýsa ferlið upp á nýtt, heldur stæði það enn yfir og yrði einfaldlega endurtekið. Til stóð að taka við tilnefningum að nýju frá og með 9. febrúar en hætt var við þegar engin svör bárust frá forsætisnefnd um málið. Sjö hafa lýst áhuga á biskupsembættinu; Bjarni Karlsson, Elínborg Sturludóttir, Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Helga Soffía Konráðsdóttir, Kristján Björnsson og Ninna Sif Svavarsdóttir. Þá hefur Svavar Alfreð Jónsson einnig verið nefndur en gefið óskýr svör um hvort hann taki við tilnefningum.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54 Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Gátu ekki „opnað umslögin“ en taka aftur við tilnefningum á föstudag Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefningarferlið í fyrirætluðu biskupskjöri, sem hófst 1. febrúar síðastliðinn og lauk á hádegi í gær, sé enn í gangi en að endurtaka þurfi tæknilega framkvæmd þess. 7. febrúar 2024 16:54
Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35