Innlent

Ræða kaup á húsum Grind­víkinga á morgun

Jón Þór Stefánsson skrifar
Lagt er til að ríkið muni bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu Grindavíkinga.
Lagt er til að ríkið muni bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu Grindavíkinga. Vísir/Arnar

Frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík liggur fyrir. Það verður tekið fyrir á þingfundi á morgun og er eina málið sem er á dagskrá þann daginn. Fundurinn hefst klukkan 13:30.

Frumvarpið telur tæplega þrjátíu blaðsíður, en drögin að frumvarpinu sem höfðu verið birtar á samráðsgátt Alþingis var aðeins umfangsminna.

„Markmið laga þessara er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissu­ást­ands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum,“ segir í frumvarpinu.

Um framkvæmdina segir að fjármálaráðherra muni koma á fót eignaumsýslufélagi sem muni annast kaup, umsýslu og ráð­­stöfun íbúðarhúsnæðis í Grindavík.

Frumvarpið var kynnt síðastliðinn föstudag og fékk almenningur tækifæri á að á að kynna sér efni frumvarpsins og koma afstöðu sinni á framfæri í samráðsgátt. Opið var fyrir athugasemdir til mánudags.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×