Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 14. febrúar 2024 23:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. „Það er hræðilegt að heyra þessar sögur, enda er fólk þarna jafnvel að missa aleigu sína og hefur miklar áhyggjur af afkomu sinni og öllum þessu starfsmönnum, og við skiljum það mjög vel,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hefðu verið teknir af launaskrá, en svipaða sögu var að segja af Vísi í Grindavík í síðustu viku, sem fór í álíka aðgerðir. Þar á undan var greint frá því að að stórum hluta starfsmanna Stakkavíkur, sem er líka í Grindavík, hefði verið sagt upp störfum. Í dag sendu fyrirtæki í Grindavík frá sér yfirlýsingu þar sem að sagði að fyrirtæki bæjarins væru komin að þolmörkum, og að mikilvægt væri að opna bæinn fyrir starfsemi. Sigríður segist vonast til að aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið skili því að ástandið skýrist. „Það sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur er vinna með jarðvegssjám, til að tryggja þessar aðkomuleiðir að bænum og að fyrirtækjunum. Það hefur verið samtal við eitthvað af fyrirtækjunum, en alls ekki öll og það er miður, en þau eru mjög mörg og mjög mismunandi. Þetta er ekki ein stærð sem passar fyrir alla.“ segir hún. „En nú sjáum við jákvæð teikn á lofti. Það er að koma miklu skýrari mynd á það hvar hætturnar liggja og þá er hægt að afmarka þær og setja öryggisþáttinn frekar á herðar fyrirtækjanna,“ segir Sigríður sem bætir að það þyrfti að ná samkomulagi um öryggisreglur. „Það er algjörlega markmið allra að það sé sterk og öflug atvinnustarfsemi í Grindavík. Við erum að reyna að vinna eins hratt og við getum í að geta opnað.“ Hefði mátt bæta samráð og samtal við atvinnurekendur? „Samtal og samráð í svona aðstæðum er aldrei nægilega gott. Við erum einmitt að reyna að ná til þessa hóps einmitt núna.“ Hún segir að ætlunin sé að nota jarðvegsmynd og áhættumat veðurstofu til að búa til kerfi um veru í Grindavík. „Þá er þetta bara eins og veðurspáin: gult, rautt, grænt. Þá vita allir hvað þeir eiga að gera, fyrirtækin hafa æft og eru með flóttaleiðir og svo framveigis. Þá er miklu meiri fyrirsjáanleiki.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
„Það er hræðilegt að heyra þessar sögur, enda er fólk þarna jafnvel að missa aleigu sína og hefur miklar áhyggjur af afkomu sinni og öllum þessu starfsmönnum, og við skiljum það mjög vel,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hefðu verið teknir af launaskrá, en svipaða sögu var að segja af Vísi í Grindavík í síðustu viku, sem fór í álíka aðgerðir. Þar á undan var greint frá því að að stórum hluta starfsmanna Stakkavíkur, sem er líka í Grindavík, hefði verið sagt upp störfum. Í dag sendu fyrirtæki í Grindavík frá sér yfirlýsingu þar sem að sagði að fyrirtæki bæjarins væru komin að þolmörkum, og að mikilvægt væri að opna bæinn fyrir starfsemi. Sigríður segist vonast til að aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið skili því að ástandið skýrist. „Það sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur er vinna með jarðvegssjám, til að tryggja þessar aðkomuleiðir að bænum og að fyrirtækjunum. Það hefur verið samtal við eitthvað af fyrirtækjunum, en alls ekki öll og það er miður, en þau eru mjög mörg og mjög mismunandi. Þetta er ekki ein stærð sem passar fyrir alla.“ segir hún. „En nú sjáum við jákvæð teikn á lofti. Það er að koma miklu skýrari mynd á það hvar hætturnar liggja og þá er hægt að afmarka þær og setja öryggisþáttinn frekar á herðar fyrirtækjanna,“ segir Sigríður sem bætir að það þyrfti að ná samkomulagi um öryggisreglur. „Það er algjörlega markmið allra að það sé sterk og öflug atvinnustarfsemi í Grindavík. Við erum að reyna að vinna eins hratt og við getum í að geta opnað.“ Hefði mátt bæta samráð og samtal við atvinnurekendur? „Samtal og samráð í svona aðstæðum er aldrei nægilega gott. Við erum einmitt að reyna að ná til þessa hóps einmitt núna.“ Hún segir að ætlunin sé að nota jarðvegsmynd og áhættumat veðurstofu til að búa til kerfi um veru í Grindavík. „Þá er þetta bara eins og veðurspáin: gult, rautt, grænt. Þá vita allir hvað þeir eiga að gera, fyrirtækin hafa æft og eru með flóttaleiðir og svo framveigis. Þá er miklu meiri fyrirsjáanleiki.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira