Lífið

Draumar geta ræst í morgun­söng Laugar­nes­skóla

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Nemendur Laugarnesskóla mættu í alls kyns búningum í morgun í tilefni Öskudagsins. Hér má sjá einn klæddan sem Cheerios.
Nemendur Laugarnesskóla mættu í alls kyns búningum í morgun í tilefni Öskudagsins. Hér má sjá einn klæddan sem Cheerios. Einar

Nemendur Laugarnesskóla sungu lagið Draumar geta ræst eftir tónlistarmanninn Jón Jónsson í morgunsöngnum í morgun. Krakkarnir voru að sjálfsögðu klæddir í búninga enda Öskudagur haldinn hátíðlegur í dag.

Laugarnesskóli er einn elsti grunnskóli Reykjavíkur og er þekktur fyrir sína áralöngu morgunsönghefð. Á hverjum morgni klukkan 9:05 safnast þar allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. 

Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi.

Hér fyrir neðan má hlusta á hrífandi flutning nemendanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×