Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2024 21:47 Bjarki Þór Wíum Sveinsson, Freyr Jónsson og Sif Svavarsdóttir, nemendur í Listaháskólanum. Vísir/Arnar Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. Í dag kynnti háskólaráðherra breytingu á rekstrarformi háskólanna sem felur í sér að sjálfstætt starfandi háskólum verði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Hingað til hafa skólarnir fengið 75 prósent af því sem ríkisreknu skólarnir fá. „Mér finnst bara mikilvægt að gæta sanngirnist í þessu. Skólakerfið okkar á að stuðla að jöfnum tækifærum og valfrelsi. Ég vil líka geta stutt við ólík rekstrarform þannig að allir skólar falli ekki í það að vilja vera ríkisreknir,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála. Umsóknum mun fjölga Fyrir breytingu líta skólagjöldin í grunnnámi í sjálfstætt starfandi háskólunum þremur svona út. Frá 610 þúsund og upp í 680 þúsund krónur fyrir árið. Með niðurfellingu skólagjalda og innheimtu einungis skráningargjalds fer gjaldið niður í 75 þúsund krónur fyrir skólaárið. Nú þegar hefur Listaháskólinn samþykkt breytinguna og munu nemendur þar ekki greiða skólagjöld á næsta skólaári. Rektorinn segir það mikið fagnaðarefni. „Þetta mun auðvitað fjölga umsóknum. Það skiptir miklu máli að efnahagur hafi ekki áhrif á það hvort nemendur séu að sækja um háskólanám í listum. Þannig að við væntum þess að þetta muni fjölga umsóknum og það verði fjölbreyttari umsóknir sem skila sér í fjölbreyttari nemendum og þar af leiðandi fjölbreyttara menningar- og listalífi sem er auðvitað mikið fagnaðarefni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Verulega ánægð Og nemendur skólans eru himinlifandi með breytinguna. „Ég er bara í pínu spennufalli. Þetta er magnað og ég held að þetta hafi aftrað fullt af fólki frá því að koma inn í þennan skóla, þessi gífurlega háu skólagjöld,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson, nemandi á fyrsta ári í arkitektúr. „Þetta er náttúrulega ekki bara jákvætt fyrir nemendur heldur bara íslenskt samfélag í heild. Þetta stuðlar til jafnrétti til náms og stuðlar til þess að fleiri geti stundað listnám hér á landi,“ segir Freyr Jónsson, þriðja árs nemi í arkitektúr. „Þegar ég sótti um sótti ég aðallega um því þetta er eini listaháskólinn á landinu. Það hefði hvatt mig enn þá meira til að fara fyrr. Maður hefði kannski ekki þurft að taka skólagjaldalán fyrir nokkur ár hérna. En þetta er mjög jákvætt,“ segir Sif Svavarsdóttir, þriðja árs nemi í grafískri hönnun. Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Í dag kynnti háskólaráðherra breytingu á rekstrarformi háskólanna sem felur í sér að sjálfstætt starfandi háskólum verði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Hingað til hafa skólarnir fengið 75 prósent af því sem ríkisreknu skólarnir fá. „Mér finnst bara mikilvægt að gæta sanngirnist í þessu. Skólakerfið okkar á að stuðla að jöfnum tækifærum og valfrelsi. Ég vil líka geta stutt við ólík rekstrarform þannig að allir skólar falli ekki í það að vilja vera ríkisreknir,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála. Umsóknum mun fjölga Fyrir breytingu líta skólagjöldin í grunnnámi í sjálfstætt starfandi háskólunum þremur svona út. Frá 610 þúsund og upp í 680 þúsund krónur fyrir árið. Með niðurfellingu skólagjalda og innheimtu einungis skráningargjalds fer gjaldið niður í 75 þúsund krónur fyrir skólaárið. Nú þegar hefur Listaháskólinn samþykkt breytinguna og munu nemendur þar ekki greiða skólagjöld á næsta skólaári. Rektorinn segir það mikið fagnaðarefni. „Þetta mun auðvitað fjölga umsóknum. Það skiptir miklu máli að efnahagur hafi ekki áhrif á það hvort nemendur séu að sækja um háskólanám í listum. Þannig að við væntum þess að þetta muni fjölga umsóknum og það verði fjölbreyttari umsóknir sem skila sér í fjölbreyttari nemendum og þar af leiðandi fjölbreyttara menningar- og listalífi sem er auðvitað mikið fagnaðarefni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Verulega ánægð Og nemendur skólans eru himinlifandi með breytinguna. „Ég er bara í pínu spennufalli. Þetta er magnað og ég held að þetta hafi aftrað fullt af fólki frá því að koma inn í þennan skóla, þessi gífurlega háu skólagjöld,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson, nemandi á fyrsta ári í arkitektúr. „Þetta er náttúrulega ekki bara jákvætt fyrir nemendur heldur bara íslenskt samfélag í heild. Þetta stuðlar til jafnrétti til náms og stuðlar til þess að fleiri geti stundað listnám hér á landi,“ segir Freyr Jónsson, þriðja árs nemi í arkitektúr. „Þegar ég sótti um sótti ég aðallega um því þetta er eini listaháskólinn á landinu. Það hefði hvatt mig enn þá meira til að fara fyrr. Maður hefði kannski ekki þurft að taka skólagjaldalán fyrir nokkur ár hérna. En þetta er mjög jákvætt,“ segir Sif Svavarsdóttir, þriðja árs nemi í grafískri hönnun.
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira