Íbúar í Suðurnesjabæ geti fljótlega byrjað að kynda hús sín Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 11:51 Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. Vísir Suðurnesjabær enn án hita en vonast er til íbúar geti kynt hús sín um og eftir hádegi að sögn verkstjóra hjá HS veitum. Hiti sé kominn víðast hvar annars staðar á Suðurnesjum. Sérfræðingar hafa farið í fjölda útkalla vegna ástandsins síðasta sólahringinn. Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. „Það gengur bara ágætlega það tekur langan tíma að byggja upp þetta kerfi. Það eru flestir notendur komnir með hita en það er Suðurnesjabær, þ.e. Garður og Sandgerði sem eru síðastir,“ segir Guðmundur. Það hafi tekið aðeins lengri tíma að koma fullum styrk á hitaveitukerfið í bænum en það standi til bóta á næstu klukkustundum. „Við erum að vonast til að um og eftir hádegi ættu allir að vera komnir með nægjanlegt vatn til að geta kynt hús sín þar en kerfið verður ekki búið að ná fullum afköstum fyrr en undir kvöld,“ segir hann. Íbúar í Suðurnesjabæ þurfi því að fylgjast með kerfinu hjá sér í dag. „Það er bara gott að fylgjast með því af því vitum aldrei hvað gerist innandyra hjá fólki þegar hitinn fer um kerfin. Þess vegna erum við að mæla með því að fólk fylgist með því þegar verið er að byggja upp þrýstinginn á kerfinu,“ segir hann. Nóg að gera hjá almannavarnadeild pípara Guðmundur segir að almennt hafi verið lítið um tjón á Suðurnesjum sem voru án heits vatns í um fjóra til fimm sólarhringa þegar Suðurnesjabær er talinn með. „Það eru einstaka frostskemmdir. Aðeins frosið í bílaplönum. Og við höfum lent í eitthvað fimm lekum á dreifikerfinu,“ segir hann. Almannavarnasveit pípara var að störfum í gær og fór í fimmtíu útköll til íbúa á svæðinu. Það hefur líka verið nóg að gera í morgun. „Sveitin hefur fengið heldur fleiri beiðnir í morgun. Ég held að þetta sé mest út af frosnum snjóbræðslum. Þeir hafa tengt framhjá þeim til að koma hita á húsin. Einstaka smit meðfram pakkningum hafa líka verið að koma upp,“ segir Guðmundur sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem standa vaktina þessa daganna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Heita vatnið er farið að streyma á langflest hús og fyrirtæki á Suðurnesjum að sögn Guðmundar Björgvins Jónssonar verkstjóra vatnsdeildar hjá HS Veitum. Viðskiptavinir í Suðurnesbæ þurfi þó enn að að sýna biðlund. „Það gengur bara ágætlega það tekur langan tíma að byggja upp þetta kerfi. Það eru flestir notendur komnir með hita en það er Suðurnesjabær, þ.e. Garður og Sandgerði sem eru síðastir,“ segir Guðmundur. Það hafi tekið aðeins lengri tíma að koma fullum styrk á hitaveitukerfið í bænum en það standi til bóta á næstu klukkustundum. „Við erum að vonast til að um og eftir hádegi ættu allir að vera komnir með nægjanlegt vatn til að geta kynt hús sín þar en kerfið verður ekki búið að ná fullum afköstum fyrr en undir kvöld,“ segir hann. Íbúar í Suðurnesjabæ þurfi því að fylgjast með kerfinu hjá sér í dag. „Það er bara gott að fylgjast með því af því vitum aldrei hvað gerist innandyra hjá fólki þegar hitinn fer um kerfin. Þess vegna erum við að mæla með því að fólk fylgist með því þegar verið er að byggja upp þrýstinginn á kerfinu,“ segir hann. Nóg að gera hjá almannavarnadeild pípara Guðmundur segir að almennt hafi verið lítið um tjón á Suðurnesjum sem voru án heits vatns í um fjóra til fimm sólarhringa þegar Suðurnesjabær er talinn með. „Það eru einstaka frostskemmdir. Aðeins frosið í bílaplönum. Og við höfum lent í eitthvað fimm lekum á dreifikerfinu,“ segir hann. Almannavarnasveit pípara var að störfum í gær og fór í fimmtíu útköll til íbúa á svæðinu. Það hefur líka verið nóg að gera í morgun. „Sveitin hefur fengið heldur fleiri beiðnir í morgun. Ég held að þetta sé mest út af frosnum snjóbræðslum. Þeir hafa tengt framhjá þeim til að koma hita á húsin. Einstaka smit meðfram pakkningum hafa líka verið að koma upp,“ segir Guðmundur sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem standa vaktina þessa daganna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira