Spáir næsta gosi 1. mars Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2024 21:50 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir líklegt að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði í kringum 1. mars. Útlit sé fyrir að sama mynstur og hefur verið ríkjandi muni endurtaka sig. Þó geti jarðskjálfti eða annar atburður alltaf breytt stöðunni. „Framleiðnin var tiltölulega há í byrjun, en ekki alveg eins há og gosið 18. desember en það stóð lengur. Þannig að það kom upp meira magn af kviku fyrstu sex tímana heldur en það gerði í gosinu 18. Heildarmagn sem kom þarna upp er kannski á bilinu níu til tíu milljón rúmmetrar, sem er heldur meira en í hinum gosunum,“ sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur líklegt að mynstur síðustu mánaða haldi áfram, það er að segja að eftir stutt gos hefjist landris að nýju, sem ljúki svo með kvikuinnskoti og eldgosi í kjölfarið. „Sérstaklega vegna þess að landrisið byrjaði strax, og það er á svipuðum hraða og hefur verið. Sem þýðir að færsla á kviku úr þessum dýpri kvikugeymslum, sem eru á tíu til fimmtán kílómetra dýpi, það er nokkuð jafnt og hefur ekkert breyst,“ segir Þorvaldur. „Næsta gos verður kannsi 1. mars,“ sagði Þorvaldur. Síðustu eldar vörðu í 30 ár Þorvaldur segir mega eiga von á því að Sundhjúkagígaröðin haldi áfram þessu mynstri inn í árið, og jafnvel lengur. „Svo getur alltaf komið einhver atburður, jarðskjálfti eða eitthvað, sem breytir því hvernig aðfærsla kvikunnar er. Þá getur mynstrið breyst. Svo getur þetta færst yfir í Eldvörpin og seinna meir Reykjanesið. Síðast þegar þetta svæði var virkt þá stóðu eldarnir yfir í 30 ár, eða frá 1210 til 1240,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. 12. febrúar 2024 18:52 Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Sjá meira
„Framleiðnin var tiltölulega há í byrjun, en ekki alveg eins há og gosið 18. desember en það stóð lengur. Þannig að það kom upp meira magn af kviku fyrstu sex tímana heldur en það gerði í gosinu 18. Heildarmagn sem kom þarna upp er kannski á bilinu níu til tíu milljón rúmmetrar, sem er heldur meira en í hinum gosunum,“ sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur líklegt að mynstur síðustu mánaða haldi áfram, það er að segja að eftir stutt gos hefjist landris að nýju, sem ljúki svo með kvikuinnskoti og eldgosi í kjölfarið. „Sérstaklega vegna þess að landrisið byrjaði strax, og það er á svipuðum hraða og hefur verið. Sem þýðir að færsla á kviku úr þessum dýpri kvikugeymslum, sem eru á tíu til fimmtán kílómetra dýpi, það er nokkuð jafnt og hefur ekkert breyst,“ segir Þorvaldur. „Næsta gos verður kannsi 1. mars,“ sagði Þorvaldur. Síðustu eldar vörðu í 30 ár Þorvaldur segir mega eiga von á því að Sundhjúkagígaröðin haldi áfram þessu mynstri inn í árið, og jafnvel lengur. „Svo getur alltaf komið einhver atburður, jarðskjálfti eða eitthvað, sem breytir því hvernig aðfærsla kvikunnar er. Þá getur mynstrið breyst. Svo getur þetta færst yfir í Eldvörpin og seinna meir Reykjanesið. Síðast þegar þetta svæði var virkt þá stóðu eldarnir yfir í 30 ár, eða frá 1210 til 1240,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. 12. febrúar 2024 18:52 Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Sjá meira
Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. 12. febrúar 2024 18:52
Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14