Innlent

Hvetja heimilis­lækna til að hætta að skrifa til­vísanir vegna barna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna, skrifar undir bréfið.
Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna, skrifar undir bréfið. Vísir/Arnar

Félag íslenskra heimilislækna hefur sent frá sér áskorun til félagsmanna um að „taka höndum saman og hætta að skrifa út tilvísanir vegna barna frá og með 15. febrúar 2024“.

Í bréfi sem Ragnar Freyr Ingvarsson, lyf- og gigtarlæknir, hefur deilt á Facebook segir að þetta eigi við um tilvísanir þar sem heimilislæknir hafi enga beina aðkomu að málinu nema til að skrifa tilvísun.

Ástæða tilmælanna sé fjórþætt; langflestar tilvísanir séu gerðar án beinnar aðkomu heimilislækis og eingöngu vegna skrifræðis í kerfinu, Sjúkratryggingar geri kröfu um tilvísun sem forsendu niðurgreiðslu, hætta sé á að mikilvægar upplýsingar frá lækni týnist í „umframflóði pappírs“, og tilvísunarkrafan sé ekki einungis til að auka álag á heimilis- og barnalækna heldur valdi hún einnig óþarfa álagi á foreldra.

„Þrátt fyrir 6 ára mótmæli heimilislækna hafa yfirvöld ekki hlustað. Því er kominn tími til að taka málin í eigin hendur og stöðva þessa vitleysu, öllum til hagsbóta. Þá bendum við foreldrum á að það er Sjúkratrygginga Íslands að sinna niðurgreiðslum og því rétt að leita þangað með kvartanir.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×