Lífið

Birgitta Líf og Enok birta fyrstu myndina af barninu

Árni Sæberg skrifar
Birgitta Líf er orðin móðir.
Birgitta Líf er orðin móðir. Vísir/Sigurjón

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok Jónsson hafa birt fyrstu myndina af barni þeirra. Það kom í heiminn þann 8. febrúar.

Þetta gerðu þau í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir parið.

Barnið er, eins og frægt er orðið, sveinbarn en kyn þess var tilkynnt með frumlegum hætti í september síðastliðnum. Þá var bláum reyk dreift úr þyrlu yfir Skuggahverfinu í Reykjavík, þar sem þau eru búsett.

Birgitta Líf og Enok greindu frá því 16. ágúst síðastliðinn að þau ættu von á barni. Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þónokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs. Barnið fjögurra daga gamla er fyrsta barn þeirra beggja.


Tengdar fréttir

Öllu til tjaldað í steypiboði Birgittu Lífar

Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu í gær steypiboð eða það sem kallað er á ensku „baby shower“ og var öllu tjaldað til. Parið greindi frá því að þau ættu von á barni í ágúst.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×