„Þetta verður erfið vika“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. febrúar 2024 19:21 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Almannavarna segir sviðsmyndina á Suðurnesjum svarta eins og staðan er núna. Heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum og hún segir ljóst að erfið vika blasi við. Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum síðan á fimmtudag. Neyðarstig Almannavarna hefur verið virkjað og fólk er hvatt til að halda notkun á rafmagni í lágmarki. Búist er við að heitt vatn komi aftur á eftir viku. Margrét Björk hitti Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna í Kvöldfréttum. „Já eins og kom fram í dag er maður alltaf að tala um þessar sviðsmyndir. Og hún er alveg svört akkúrat eins og staðan er núna. Þannig að við vinnum með hana. Og vinnum með þær upplýsingar sem við fáum, liggur við mínútu frá mínútu. Bæði hvernig viðgerðin gengur og svo hvernig framhaldið verður í kvöld. Skilur að fólk vilji flýja Rafmagn sló út í hluta Keflavíkur í gær um kvöldmatarleytið. Hjördís vonar að fólk átti sig á hverjar aðstæðurnar eru og passi sig á því að nota ekki mikið rafmagn. Borið hefur á því í dag að íbúar Suðurnesja yfirgefi heimili sín vegna ástandsins. Fólk auglýsi eftir sumarbústöðum og húsnæði til leigu. Mælst var til þess á fundinum í dag að fólk yrði heima hjá sér eins og unnt væri. „En við skiljum svo vel að aðstæður fólks eru alls konar. Þannig að fólk verður náttúrlega að meta þetta sjálft og fylgjast með hvernig staðan verður en við höfum fullan skilning á því að aðstæður hjá fólki eru mismunandi,“ segir Hjördís. Fjölmargir íbúar Suðurnesja eru af erlendum uppruna, hafið þið áhyggjur að því að mikilvæg skilaboð komist ekki til skila til þeirra? „Við höfum alltaf áhyggjur af því. Við reynum að gera eins hratt og við getum,“ segir Hjördís og vekur athygli á því að allar helstu upplýsingar um ástandið eru aðgengilegar á ensku og pólsku á vef Almannavarna. Hefur ástandið áhrif á skipulagningu aðgerða í Grindavík eða einbeita viðbragðsaðilar sér að ástandinu á Suðurnesjum núna? „Það er erfitt að segja, auðvitað er viðbragðið komið að ákveðnum þolmörkum. En ég held að við getum svarað þessu þannig að við reynum eins og við getum. Auðvitað er þetta mikið til sama fólkið sem er að vinna vinnuna. En við bara hvetjum fólk til að fylgjast vel með hvað verður en alla vega eins og í dag hófum við aftur þessar aðgerðir, að koma fólki heim til sín í Grindavík.“ Helstu skilaboð Hjördísar til íbúa eru að standa saman í því að halda rafmagninu gangandi. „Þetta verður erfið vika. Það er ekki spurning og það er þannig að þegar maður heyrir vika og maður ætlar að hafa kalt heima hjá sér og manni er kalt þá þarf maður einhvern veginn að finna einhverja leið til þess að komast í gegn um þetta saman. En á endanum tekst það.“ Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Heitavatnslaust hefur verið á Suðurnesjum síðan á fimmtudag. Neyðarstig Almannavarna hefur verið virkjað og fólk er hvatt til að halda notkun á rafmagni í lágmarki. Búist er við að heitt vatn komi aftur á eftir viku. Margrét Björk hitti Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna í Kvöldfréttum. „Já eins og kom fram í dag er maður alltaf að tala um þessar sviðsmyndir. Og hún er alveg svört akkúrat eins og staðan er núna. Þannig að við vinnum með hana. Og vinnum með þær upplýsingar sem við fáum, liggur við mínútu frá mínútu. Bæði hvernig viðgerðin gengur og svo hvernig framhaldið verður í kvöld. Skilur að fólk vilji flýja Rafmagn sló út í hluta Keflavíkur í gær um kvöldmatarleytið. Hjördís vonar að fólk átti sig á hverjar aðstæðurnar eru og passi sig á því að nota ekki mikið rafmagn. Borið hefur á því í dag að íbúar Suðurnesja yfirgefi heimili sín vegna ástandsins. Fólk auglýsi eftir sumarbústöðum og húsnæði til leigu. Mælst var til þess á fundinum í dag að fólk yrði heima hjá sér eins og unnt væri. „En við skiljum svo vel að aðstæður fólks eru alls konar. Þannig að fólk verður náttúrlega að meta þetta sjálft og fylgjast með hvernig staðan verður en við höfum fullan skilning á því að aðstæður hjá fólki eru mismunandi,“ segir Hjördís. Fjölmargir íbúar Suðurnesja eru af erlendum uppruna, hafið þið áhyggjur að því að mikilvæg skilaboð komist ekki til skila til þeirra? „Við höfum alltaf áhyggjur af því. Við reynum að gera eins hratt og við getum,“ segir Hjördís og vekur athygli á því að allar helstu upplýsingar um ástandið eru aðgengilegar á ensku og pólsku á vef Almannavarna. Hefur ástandið áhrif á skipulagningu aðgerða í Grindavík eða einbeita viðbragðsaðilar sér að ástandinu á Suðurnesjum núna? „Það er erfitt að segja, auðvitað er viðbragðið komið að ákveðnum þolmörkum. En ég held að við getum svarað þessu þannig að við reynum eins og við getum. Auðvitað er þetta mikið til sama fólkið sem er að vinna vinnuna. En við bara hvetjum fólk til að fylgjast vel með hvað verður en alla vega eins og í dag hófum við aftur þessar aðgerðir, að koma fólki heim til sín í Grindavík.“ Helstu skilaboð Hjördísar til íbúa eru að standa saman í því að halda rafmagninu gangandi. „Þetta verður erfið vika. Það er ekki spurning og það er þannig að þegar maður heyrir vika og maður ætlar að hafa kalt heima hjá sér og manni er kalt þá þarf maður einhvern veginn að finna einhverja leið til þess að komast í gegn um þetta saman. En á endanum tekst það.“
Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira