Innlent

Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá for­sætis­nefnd

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mikil óvissa er komin upp varðandi biskupskjör, sem átti að fara fram frá 7. mars til 12. mars.
Mikil óvissa er komin upp varðandi biskupskjör, sem átti að fara fram frá 7. mars til 12. mars. Vísir/Vilhelm

Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina.

Eftir að tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var hægt að afkóða tilnefningarnar á dögunum tilkynnti kjörstjórn Þjóðkirkjunnar að hún liti svo á að ferlið við kosningu biskups væri enn í gangi. Þess vegna væri hægt að endurtaka tilnefningarnar frá og með deginum í dag.

Kjörstjórn ákvað þannig að starfsreglur um kosningu biskups, þar sem kveðið er á um að auglýsa þurfi tilnefningaferlið með viku fyrirvara, ættu ekki við. 

Ákvörðunin hefur einnig í för með sér að tímalengd milli tilnefninga og kosninga raskast og þar sem kveðið er á um hana í fyrrnefndum starfsreglum sendi kjörstjórn erindi á forsætisráðunefnd Kirkjuþings, þar sem óskað var samþykkis nefndarinnar.

Í tilkynningu á vefnum kirkjan.is segir að samþykki forsætisnefndar hafi verið forsenda þess að framhaldstilnefningin næði tilgangi sínum.

„Þar sem formlegt svar forsætisnefndar kirkjuþings hefur ekki borist kjörstjórn, á hún ekki annan kost en að hætta við fyrirhugaðar endurteknar tilnefningar.“

Þá segir að kjörstjórn muni hittast á næstu dögum og taka ákvörðun um framhald málsins.


Tengdar fréttir

„Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“

Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×