Lífið

Swift ferðast nú bara með einni einka­þotu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Taylor Swift hefur fyrir löngu síðan stimplað sig inn sem ein besta söngkona heims.
Taylor Swift hefur fyrir löngu síðan stimplað sig inn sem ein besta söngkona heims. EPA/Allison Dinner

Söngkonan Taylor Swift þarf nú að sætta sig við að hafa bara eina einkaþotu til afnota þegar hún ferðast um heiminn. Fjórtánfaldi Grammy-verðlaunahafinn seldi aðra þotu sína um síðustu mánaðamót. 

Swift hefur vakið mikla athygli í gegnum árin, ekki einungis fyrir tónlist sína, heldur einnig fyrir hversu mikið hún flýgur með einkaþotu. Til að mynda hefur verið stofnaður Twitter-aðgangur sem heldur utan um allar flugferðir sem vélar hennar fara í. 

Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að Swift fljúgi mikið, þá eru fjölmargar stjörnur sem notfæra sér einkaþotur sínar mun meira, til að mynda leikarinn Jim Carrey, leikstjórinn og framleiðandinn George Lucas, raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Pitbull.

Swift hefur upp á síðkastið haft til afnota tvær einkaþotur, eina Dassault 900 og eina Daussault 7X. Helsti munurinn á vélunum er líklegast sá að 900 vélin er ögn minni, þar komast fyrir tólf farþegar. Í 7X-vélinni er aftur á móti pláss fyrir sextán farþega og er ætluð til lengri flugferða. 

Hér má sjá vélarnar tvær, að ofan er 7X-vélin og að neðan 900. Getty

Nú hefur söngkonan selt Dassault 900-vélina, þá minni. Vélin, sem var áður skráð á félag í eigu Swift, er nú skráð á fyrirtæki í Missouri-ríki. Hún hafði verið eigandi vélarinnar síðan árið 2009, þegar hún var tvítug. 

Ekki er vitað hvað Swift fékk fyrir vélina en samkvæmt grein Business Insider kostar glæný vél 44 milljónir dollara, 6,1 milljarð króna. 


Tengdar fréttir

Taylor Swift kemur að­dá­endum ræki­lega á ó­vart

Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×