Taylor Swift þarf að leggja mikið á sig til að ná Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 14:28 Travis Kelce og Taylor Swift fagna saman eftir leikinn. Getty/Patrick Smith Enn á ný var það tónlistarkonan Taylor Swift sem stal sviðsljósinu á Kansas City Chiefs leik í nótt þegar liðið tryggði sér sæti í leiknum um Ofurskál NFL-deildarinnar. Myndavélarnar voru á Taylor þegar hún fagnaði snertimörkum liðsins sem og þegar hún fór niður á völl til að óska kærastanum, innherjanum Travis Kelce, til hamingju með sigurinn. Úr varð skemmtileg fagnaðarstund þar sem parið kysstist og faðmaðist fyrir framan allar myndavélarnar. Travis Kelce hafði þarna átt enn stórleikinn og bætt við NFL-met sín en hann er nú sá leikmaður sem hefur gripið flesta bolta í sögu úrslitakeppninnar. Úrslitaleikurinn fer ekki fram fyrr en eftir tvær vikur og þá er Taylor Swift upptekin við tónleikahald hinum megin á hnettinum. Eða hvað? Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024 Bandarískir fjölmiðlar eru sannfærðir um það að Taylor Swift leiti allra leiða til að ná að skila sér til Las Vegas þar sem Super Bowl leikurinn er spilaður í ár. Taylor Swift heldur fjóra tónleika í Tókýó í Japan í vikunni fyrir Super Bowl og sá síðasti af þeim fer fram laugardaginn 10. febrúar. Swift á einkaflugvél og ætti því að geta flogið strax af stað eftir tónleikanna. Það mun taka tíu til tólf tíma að fljúga frá Tókýó til Las Vegas. Taylor græðir því á því að klukkan í Japan er fjórtán tímum á undan og því væri hún í raun að fljúga aftur í tímann færi hún þessa leið. Hún gæti því náð að komast til Las Vegas löngu áður en leikurinn hefst. Það er hins vegar mikið álag að halda fjóra tónleika í röð þar sem hún er hverju sinni meira en þrjá tíma upp á sviði. Swift verður því örugglega alveg búin á því eftir þessa tónleikahrinu. Hvort hún sé tilbúin að leggja á sig þetta ferðalag fyrir kærastann verður að koma í ljós en bandarískir fjölmiðlar munu að minnsta kosti fylgjast vel með öllu saman. Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024 NFL Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Sjá meira
Myndavélarnar voru á Taylor þegar hún fagnaði snertimörkum liðsins sem og þegar hún fór niður á völl til að óska kærastanum, innherjanum Travis Kelce, til hamingju með sigurinn. Úr varð skemmtileg fagnaðarstund þar sem parið kysstist og faðmaðist fyrir framan allar myndavélarnar. Travis Kelce hafði þarna átt enn stórleikinn og bætt við NFL-met sín en hann er nú sá leikmaður sem hefur gripið flesta bolta í sögu úrslitakeppninnar. Úrslitaleikurinn fer ekki fram fyrr en eftir tvær vikur og þá er Taylor Swift upptekin við tónleikahald hinum megin á hnettinum. Eða hvað? Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024 Bandarískir fjölmiðlar eru sannfærðir um það að Taylor Swift leiti allra leiða til að ná að skila sér til Las Vegas þar sem Super Bowl leikurinn er spilaður í ár. Taylor Swift heldur fjóra tónleika í Tókýó í Japan í vikunni fyrir Super Bowl og sá síðasti af þeim fer fram laugardaginn 10. febrúar. Swift á einkaflugvél og ætti því að geta flogið strax af stað eftir tónleikanna. Það mun taka tíu til tólf tíma að fljúga frá Tókýó til Las Vegas. Taylor græðir því á því að klukkan í Japan er fjórtán tímum á undan og því væri hún í raun að fljúga aftur í tímann færi hún þessa leið. Hún gæti því náð að komast til Las Vegas löngu áður en leikurinn hefst. Það er hins vegar mikið álag að halda fjóra tónleika í röð þar sem hún er hverju sinni meira en þrjá tíma upp á sviði. Swift verður því örugglega alveg búin á því eftir þessa tónleikahrinu. Hvort hún sé tilbúin að leggja á sig þetta ferðalag fyrir kærastann verður að koma í ljós en bandarískir fjölmiðlar munu að minnsta kosti fylgjast vel með öllu saman. Explaining the math on how Taylor Swift can still attend a Super Bowl that starts at 3:30p Las Vegas time Sunday, even though she has a concert in Tokyo on Saturday night. (Hint: not only can she make it on Sunday, she can arrive in Nevada in time for dinner *Saturday*) pic.twitter.com/0Gw2VYDVMb— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 29, 2024
NFL Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Styrkir til VÍK Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Sjá meira