Sindri segist hafa framleitt lélegar byssur viljandi Árni Sæberg skrifar 8. febrúar 2024 12:26 Sindri Snær í réttarsal ásamt verjanda sínum. Vísir/Árni Sindri Snær Birgisson játar að hafa selt þremur nafngreindum einstaklingum þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FCG. Hann segir aðeins eitt þeirra hafa virkað almennilega og hin hafi verið léleg af ásettu ráði. Sindri Snær gaf skýrslu fyrir dómi í morgun hvað varðar þann hluta hryðjuverkamálsins svokallaða sem snýr að vopnalagabrotum hans. Hann sætir ákæru fyrir vopnalagabrot í níu liðum, meðal annars fyrir að framleiða skotvopn, íhluti í skotvopn og skotfæri. Hann játaði sök hvað varðaði framleiðslu á þrívíddarprentuðum skotvopnum en neitaði að mestu öðru leyti. „Ég framleiði þetta viljandi þannig að þetta myndi klikka eftir tíu eða tuttugu skot. Ég var að selja þetta og ég kærði mig ekki um það að fólk hefði vel smíðuð og virk skotvopn. Ég gerði þetta í auðgunarskyni.“ Þó segist hann aldrei hafa fengið greitt í peningum. Hann hafi alltaf fengið greitt í fíkniefnum en hann viti ekki nákvæmlega hversu mikils virði fíkniefnin voru. Viðmiðunarverð hafi verið hálf milljón króna fyrir hvert skotvopn. Þá segir hann að samákærði hans Ísidór Nathansson hafi haft litla aðkomu að framleiðslu og sölu skotvopnanna. Hann hafi aðeins framleitt einhverja íhluti í skotvopn. Forvitni hafi leitt þá til að framleiða „swift link“ Sindri er meðal annars ákærður fyrir framleiðslu á svokölluðum swift link, hröðunarstykki fyrir riffil. Hann segir að hann hafi ekki framleitt stykkið en Ísidór hafi gert það að hans beiðni. Það hafi verið fróðleiksfýsn sem fékk þá til þess að framleiða og reyna að koma stykkinu fyrir í AK-47 riffli. Það hafi aldrei gengið upp. Faðir hans hafi átt rifflana Sindri er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft þrjá riffla af gerðunum AR-15, AK-47 og CZ-557, í fórum sínum án heimildar. Vopnin fundust við leit inni í svefnherbergi Sindra Snæs. Hann segir föður sinn hafa átt vopnin en hann hafi búið heima hjá honum þar sem hann hafi verið á milli húsnæða. Byssuskápur með rifflunum hafi fylgt með búslóðinni og verið komið fyrir inni í herberginu hans vegna plássleysis. Herbergi föður hans hafi verið lítið og þeir hafi ekki viljað geyma skápinn inni í stofu, í eldhúsinu eða á baðherberginu. Hann hafi aldrei handleikið vopnin án þess að faðir hans væri viðstaddur. Faðirinn hafi til að mynda verið viðstaddur þegar þeir Ísidór boruðu í hlaup AK-47 riffilsins og reynt að koma „swiftlink“ fyrir í honum. Faðirinn sagði Sindra eiga vopnin Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, segir að Birgir Ragnar Baldursson, faðir Sindra Snæs, hafi sagt í skýrslutöku að Sindri hefði átt hugmyndina að því að kaupa rifflana. Hann hafi verið sáttur með að eiga haglabyssu og boltariffilinn. Sindri hafi átt hugmyndina að því að kaupa AK-47 og AR-15. Sindri eigi þessi tvö vopn. Hann hafi fengið sér skotvopnaleyfi til þess að Sindri gæti eignast þessi skotvopn. Sindri Snær segir ekkert af þessu rétt. Sindri Snær segir samantekt ákæruvaldsins á skýrslutöku yfir föður hans vera „í ruglinu“ og leggur fyrir Karl Inga sækjanda að fara betur yfir skýrsluna. Verjendur benda á að skýrsla sem Karl Ingi vísar til sé samantektarskýrsla, ekki beint endurrit. „Þetta er skýrsla sem lögreglumaður skrifar upp. Ekki áreiðanlegustu heimildirnar,“ segir Sveinn Andri. Aðalmeðferð heldur áfram í dag og næstu daga. Eftir hádegi gefur Sindri Snær skýrslu hvað varðar þann hluta ákærunnar sem snýr að ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. 15. nóvember 2023 19:37 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Sindri Snær gaf skýrslu fyrir dómi í morgun hvað varðar þann hluta hryðjuverkamálsins svokallaða sem snýr að vopnalagabrotum hans. Hann sætir ákæru fyrir vopnalagabrot í níu liðum, meðal annars fyrir að framleiða skotvopn, íhluti í skotvopn og skotfæri. Hann játaði sök hvað varðaði framleiðslu á þrívíddarprentuðum skotvopnum en neitaði að mestu öðru leyti. „Ég framleiði þetta viljandi þannig að þetta myndi klikka eftir tíu eða tuttugu skot. Ég var að selja þetta og ég kærði mig ekki um það að fólk hefði vel smíðuð og virk skotvopn. Ég gerði þetta í auðgunarskyni.“ Þó segist hann aldrei hafa fengið greitt í peningum. Hann hafi alltaf fengið greitt í fíkniefnum en hann viti ekki nákvæmlega hversu mikils virði fíkniefnin voru. Viðmiðunarverð hafi verið hálf milljón króna fyrir hvert skotvopn. Þá segir hann að samákærði hans Ísidór Nathansson hafi haft litla aðkomu að framleiðslu og sölu skotvopnanna. Hann hafi aðeins framleitt einhverja íhluti í skotvopn. Forvitni hafi leitt þá til að framleiða „swift link“ Sindri er meðal annars ákærður fyrir framleiðslu á svokölluðum swift link, hröðunarstykki fyrir riffil. Hann segir að hann hafi ekki framleitt stykkið en Ísidór hafi gert það að hans beiðni. Það hafi verið fróðleiksfýsn sem fékk þá til þess að framleiða og reyna að koma stykkinu fyrir í AK-47 riffli. Það hafi aldrei gengið upp. Faðir hans hafi átt rifflana Sindri er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft þrjá riffla af gerðunum AR-15, AK-47 og CZ-557, í fórum sínum án heimildar. Vopnin fundust við leit inni í svefnherbergi Sindra Snæs. Hann segir föður sinn hafa átt vopnin en hann hafi búið heima hjá honum þar sem hann hafi verið á milli húsnæða. Byssuskápur með rifflunum hafi fylgt með búslóðinni og verið komið fyrir inni í herberginu hans vegna plássleysis. Herbergi föður hans hafi verið lítið og þeir hafi ekki viljað geyma skápinn inni í stofu, í eldhúsinu eða á baðherberginu. Hann hafi aldrei handleikið vopnin án þess að faðir hans væri viðstaddur. Faðirinn hafi til að mynda verið viðstaddur þegar þeir Ísidór boruðu í hlaup AK-47 riffilsins og reynt að koma „swiftlink“ fyrir í honum. Faðirinn sagði Sindra eiga vopnin Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, segir að Birgir Ragnar Baldursson, faðir Sindra Snæs, hafi sagt í skýrslutöku að Sindri hefði átt hugmyndina að því að kaupa rifflana. Hann hafi verið sáttur með að eiga haglabyssu og boltariffilinn. Sindri hafi átt hugmyndina að því að kaupa AK-47 og AR-15. Sindri eigi þessi tvö vopn. Hann hafi fengið sér skotvopnaleyfi til þess að Sindri gæti eignast þessi skotvopn. Sindri Snær segir ekkert af þessu rétt. Sindri Snær segir samantekt ákæruvaldsins á skýrslutöku yfir föður hans vera „í ruglinu“ og leggur fyrir Karl Inga sækjanda að fara betur yfir skýrsluna. Verjendur benda á að skýrsla sem Karl Ingi vísar til sé samantektarskýrsla, ekki beint endurrit. „Þetta er skýrsla sem lögreglumaður skrifar upp. Ekki áreiðanlegustu heimildirnar,“ segir Sveinn Andri. Aðalmeðferð heldur áfram í dag og næstu daga. Eftir hádegi gefur Sindri Snær skýrslu hvað varðar þann hluta ákærunnar sem snýr að ætlaðri skipulagningu hryðjuverka.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. 15. nóvember 2023 19:37 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna vanhæfis Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi. 15. nóvember 2023 19:37
Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17
Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06
Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43