Innlent

Þetta voru vin­sælustu nöfnin á liðnu ári

Atli Ísleifsson skrifar
Vinsældir rapparans Birnis kunna að hafa eitthvað með vinsældir nafnsins á síðasta ári að segja.
Vinsældir rapparans Birnis kunna að hafa eitthvað með vinsældir nafnsins á síðasta ári að segja. Vísir/Vilhelm

Birnir var vinsælasta fyrsta eiginnafn drengja á síðasta ári og Emilía var vinsælast á meðal stúlkna. Þór var vinsælasta annað eiginnafn drengja og María á meðal stúlkna.

Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár sem hefur tekið saman vinsælustu nöfn á Íslandi árið 2023 meðal nýfæddra barna sem voru samtals 4.251 einstaklingar.

Birnir var vinsælasta fyrsta eiginnafn meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en 30 drengjum var gefið nafnið Birnir, næst vinsælustu nöfnin voru Emil, Elmar og Jón.

Emilía var vinsælasta nafnið meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn, en 23 stúlkum var gefið nafnið Emilía, þar á eftir voru nöfnin Sara, Sóley, Embla og Aþena.

Vinsælustu fyrstu eiginnöfnin 2023

  • Birnir: 30
  • Emil: 28
  • Elmar: 25
  • Jón: 25
  • Óliver: 24
  • Emilía: 23
  • Aron: 23
  • Viktor: 22
  • Sara: 22
  • Sóley: 21
  • Embla: 21
  • Aþena: 21
  • Jökull: 21

Samanburður milli ára

Ef horft er á samanburð á milli ára má sjá að drengjanafnið Birnir tekur fyrsta sætið af Emil. Elmar tekur stökk úr 27. sæti í þriðja og Jón hækkar. Hvað stúlkurnar varðar má sjá að Emilía tekur stökk úr 21. sæti í fyrsta. Sara og Sóley hækka líka verulega frá fyrra ári. Hástökkið á topp 10 listanum er nafnið Una, fer úr 58. sæti í það níunda.

Algengustu fyrstu eiginnöfnin

Algengustu fyrstu eiginnöfnin á landinu má sjá hér að neðan og er röðun nafna lítillega breytt á milli ára. Með algengustu fyrstu eiginnöfnin er átt við alla núlifandi Íslendinga. Fjöldatölur miðast við 2. febrúar 2024.

  • Anna – 6.272
  • Jón – 5.599
  • Guðrún – 4.923
  • Sigurður – 4.445
  • Guðmundur – 4.208
  • Kristín – 3.874
  • Gunnar – 3.503
  • Sigríður – 3.494
  • Margrét – 3.184
  • Helga – 3.055


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×