Borað eftir heitu vatni við bakka Ölfusár á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2024 18:53 Steinar Már (t.v.) og Sigurður Þór við borsvæðið við Hótel Selfoss og Ölfusá þar sem vonast er til að heitt vatn finnist. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða keppast nú við að finna heitt vatn við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss. Borstjórinn segist vera hundrað prósent viss um að vatnið finnist. Heita vatnið á Selfossi er nánast uppurið vegna mikillar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og mikilla framkvæmda á staðnum. Í því ljósi eru Selfossveitur að beina öllum sínum kröftum í að finna meira heitt vatn. Nýjasta dæmið er borhola fyrir neðan Hótel Selfoss á bakka Ölfusár þar sem borinn Freyja, nýr bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða er að störfum. „Við erum sem sagt að bora rannsóknarholu, sem gæti orðið vinnsluhola seinna meir og við stefnum á 900 metra holu hérna. Við boruðum snemma á síðasta ári holu við Tryggvaskála, sem gaf vísbendingu um jarðhita og aðra í Fosslandinu hér rétt hjá og þá var ákveðið að fara í þessa holu hérna,” segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna. Er þetta ekki svolítið sérstakur staður? „Þetta er jú, beint fyrir framan Hótel Selfoss, það er svolítið áberandi staður en mjög jákvætt hins vegar fyrir sveitarfélagið að fá holu hérna innan bæjar,” segir Sigurður Þór. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og skeiða hafa fengið allskonar veður við borunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Þór segir holuna mjög dýra, borunin muni væntanlega kosta um 80 til 100 milljónir. Hann segir nauðsynlegt að finna heitt vatn til að geta sinnt allri uppbyggingunni á Selfossi. „Við þurfum náttúrulega að hafa okkur alla við og þess vegna höldum við áfram að bora og rannsaka.” Og borstjórinn er bjartsýnn á að það finnst nóg af heitu og góðu vatni við borunina við Hótel Selfoss. „Að sjálfsögðu, við gerum það alltaf. Það er góður hópur, sem stýrir þessu verkefni eða Selfossveitur, Ísor og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,” segir Steinar Már Þórisson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Stefnt er á að bora niður á 900 metra með bornum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Vatn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Heita vatnið á Selfossi er nánast uppurið vegna mikillar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og mikilla framkvæmda á staðnum. Í því ljósi eru Selfossveitur að beina öllum sínum kröftum í að finna meira heitt vatn. Nýjasta dæmið er borhola fyrir neðan Hótel Selfoss á bakka Ölfusár þar sem borinn Freyja, nýr bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða er að störfum. „Við erum sem sagt að bora rannsóknarholu, sem gæti orðið vinnsluhola seinna meir og við stefnum á 900 metra holu hérna. Við boruðum snemma á síðasta ári holu við Tryggvaskála, sem gaf vísbendingu um jarðhita og aðra í Fosslandinu hér rétt hjá og þá var ákveðið að fara í þessa holu hérna,” segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna. Er þetta ekki svolítið sérstakur staður? „Þetta er jú, beint fyrir framan Hótel Selfoss, það er svolítið áberandi staður en mjög jákvætt hins vegar fyrir sveitarfélagið að fá holu hérna innan bæjar,” segir Sigurður Þór. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og skeiða hafa fengið allskonar veður við borunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Þór segir holuna mjög dýra, borunin muni væntanlega kosta um 80 til 100 milljónir. Hann segir nauðsynlegt að finna heitt vatn til að geta sinnt allri uppbyggingunni á Selfossi. „Við þurfum náttúrulega að hafa okkur alla við og þess vegna höldum við áfram að bora og rannsaka.” Og borstjórinn er bjartsýnn á að það finnst nóg af heitu og góðu vatni við borunina við Hótel Selfoss. „Að sjálfsögðu, við gerum það alltaf. Það er góður hópur, sem stýrir þessu verkefni eða Selfossveitur, Ísor og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,” segir Steinar Már Þórisson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Stefnt er á að bora niður á 900 metra með bornum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Vatn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira