Borað eftir heitu vatni við bakka Ölfusár á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2024 18:53 Steinar Már (t.v.) og Sigurður Þór við borsvæðið við Hótel Selfoss og Ölfusá þar sem vonast er til að heitt vatn finnist. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða keppast nú við að finna heitt vatn við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss. Borstjórinn segist vera hundrað prósent viss um að vatnið finnist. Heita vatnið á Selfossi er nánast uppurið vegna mikillar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og mikilla framkvæmda á staðnum. Í því ljósi eru Selfossveitur að beina öllum sínum kröftum í að finna meira heitt vatn. Nýjasta dæmið er borhola fyrir neðan Hótel Selfoss á bakka Ölfusár þar sem borinn Freyja, nýr bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða er að störfum. „Við erum sem sagt að bora rannsóknarholu, sem gæti orðið vinnsluhola seinna meir og við stefnum á 900 metra holu hérna. Við boruðum snemma á síðasta ári holu við Tryggvaskála, sem gaf vísbendingu um jarðhita og aðra í Fosslandinu hér rétt hjá og þá var ákveðið að fara í þessa holu hérna,” segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna. Er þetta ekki svolítið sérstakur staður? „Þetta er jú, beint fyrir framan Hótel Selfoss, það er svolítið áberandi staður en mjög jákvætt hins vegar fyrir sveitarfélagið að fá holu hérna innan bæjar,” segir Sigurður Þór. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og skeiða hafa fengið allskonar veður við borunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Þór segir holuna mjög dýra, borunin muni væntanlega kosta um 80 til 100 milljónir. Hann segir nauðsynlegt að finna heitt vatn til að geta sinnt allri uppbyggingunni á Selfossi. „Við þurfum náttúrulega að hafa okkur alla við og þess vegna höldum við áfram að bora og rannsaka.” Og borstjórinn er bjartsýnn á að það finnst nóg af heitu og góðu vatni við borunina við Hótel Selfoss. „Að sjálfsögðu, við gerum það alltaf. Það er góður hópur, sem stýrir þessu verkefni eða Selfossveitur, Ísor og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,” segir Steinar Már Þórisson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Stefnt er á að bora niður á 900 metra með bornum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Vatn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Heita vatnið á Selfossi er nánast uppurið vegna mikillar fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu og mikilla framkvæmda á staðnum. Í því ljósi eru Selfossveitur að beina öllum sínum kröftum í að finna meira heitt vatn. Nýjasta dæmið er borhola fyrir neðan Hótel Selfoss á bakka Ölfusár þar sem borinn Freyja, nýr bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða er að störfum. „Við erum sem sagt að bora rannsóknarholu, sem gæti orðið vinnsluhola seinna meir og við stefnum á 900 metra holu hérna. Við boruðum snemma á síðasta ári holu við Tryggvaskála, sem gaf vísbendingu um jarðhita og aðra í Fosslandinu hér rétt hjá og þá var ákveðið að fara í þessa holu hérna,” segir Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna. Er þetta ekki svolítið sérstakur staður? „Þetta er jú, beint fyrir framan Hótel Selfoss, það er svolítið áberandi staður en mjög jákvætt hins vegar fyrir sveitarfélagið að fá holu hérna innan bæjar,” segir Sigurður Þór. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og skeiða hafa fengið allskonar veður við borunina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Þór segir holuna mjög dýra, borunin muni væntanlega kosta um 80 til 100 milljónir. Hann segir nauðsynlegt að finna heitt vatn til að geta sinnt allri uppbyggingunni á Selfossi. „Við þurfum náttúrulega að hafa okkur alla við og þess vegna höldum við áfram að bora og rannsaka.” Og borstjórinn er bjartsýnn á að það finnst nóg af heitu og góðu vatni við borunina við Hótel Selfoss. „Að sjálfsögðu, við gerum það alltaf. Það er góður hópur, sem stýrir þessu verkefni eða Selfossveitur, Ísor og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,” segir Steinar Már Þórisson, borstjóri hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Stefnt er á að bora niður á 900 metra með bornum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Vatn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira