Lífið

Kyn­þokka­stimpillinn skilar engum drauma­prinsum

Jakob Bjarnar skrifar
Hödd segir enga draumaprinsa vera að banka á dyrnar hjá sér.
Hödd segir enga draumaprinsa vera að banka á dyrnar hjá sér. aðsend

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill er ekki mjög ánægð með að komast á lista yfir kynþokkafyllstu konur landsins eða „Seiðandi glæsikvendi á lausu“. Einhver gæti haldið að þetta væri málið en sú er ekki reynsla Haddar.

„Ég er ekki að grínast. Enginn draumaprins. Þetta hefur aldrei skilað neinu í rúmið og ekki altarið heldur. Sem helst reyndar í hendur,“ segir Hödd.

Vísir birti í dag lista yfir kynþokkafullar konur á lausu og þar var Hödd meðal annarra þokkadísa. En hafi einhver haldið að þetta væri Þyrnirósarmiði, að prinsinn kæmi með það sama á hvítum hesti, þá er það eitthvað annað. Í það minnsta hvað Hödd varðar.

„Það hrynja inn vinabeiðnir hjá mér frá föngum, handrukkurum, 76 ára sjóurum og svo auðvitað giftum glæsimennum. Ef einhverjar konur öfunda seiðandi glæsikvendin á þessum listum þà get ég fullvissað ykkur um að þetta skilar bara alveg akkúrat engu í rúmið,“ tilkynnir Hödd vinum sínum á Facebook.

Hödd segir að bara í morgun hafi sjö vinabeiðnir dúkkað upp á Facebook og tvær á Instagram. Það sem af er degi. 

„Þetta hef ég mátt þola í mörg ár,“ segir Hödd, sem hefur reyndar gaman að lífinu. „Þetta hefur engu skilað og þið eruð ekki beinlínlínis að hjálpa mér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×