Mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir stóra skjálftann Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 20:01 Kristín Jónsdóttir er fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Búast má við jarðskjálftum að stærðinni um eða yfir sex á höfuðborgarsvæðinu. Fagstjóri náttúruvár segir mikilvægt að vera vel undirbúinn þegar að því kemur. Jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðna helgi má rekja til flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu. Á því svæði eiga stórir skjálftar, um það bil sex að stærð, sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar áður árið 1929. Því telja vísindamenn að kominn sé tími á skjálfta af þessari stærðargráðu, sem myndi sennilega finnast víða um land en mest á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur mikilvægur „Þetta er vissulega eitthvað sem við erum búin að vera tala um og höfum talað um í langan tíma,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Í skjálftanum árið 1968 mynduðust sprungur til dæmis í Langholtsskóla. Það verður að búast við því að það verði sprungur einhversstaðar ef stór skjálfti ríður yfir.“ Því sé mikilvægt að nota tímann nú áður en skjálftinn kemur til að undirbúa sig. Hvað getum við gert í okkar nærumhverfi, og hvað ætlum við að gera í skjálftanum? Þá segir Kristín að hugsanlega verði erfitt að ná í fólk, allir muni fara beint í símann og á netið þegar skjálftinn ríði yfir. „Það er ágætt að nota friðartímana til að fara yfir það sem getur gerst og undirbúa sig.“ Slökkvilið bendir á leiðbeiningar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vakti i dag athygli á leiðbeiningum um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. „Það skiptir máli að vera undirbúin fyrir skjálftann þegar hann kemur,“ segir í færslunni. Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem Kristín fjallar um jarðskjálftahættuna: Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira
Jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðna helgi má rekja til flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu. Á því svæði eiga stórir skjálftar, um það bil sex að stærð, sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar áður árið 1929. Því telja vísindamenn að kominn sé tími á skjálfta af þessari stærðargráðu, sem myndi sennilega finnast víða um land en mest á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur mikilvægur „Þetta er vissulega eitthvað sem við erum búin að vera tala um og höfum talað um í langan tíma,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Í skjálftanum árið 1968 mynduðust sprungur til dæmis í Langholtsskóla. Það verður að búast við því að það verði sprungur einhversstaðar ef stór skjálfti ríður yfir.“ Því sé mikilvægt að nota tímann nú áður en skjálftinn kemur til að undirbúa sig. Hvað getum við gert í okkar nærumhverfi, og hvað ætlum við að gera í skjálftanum? Þá segir Kristín að hugsanlega verði erfitt að ná í fólk, allir muni fara beint í símann og á netið þegar skjálftinn ríði yfir. „Það er ágætt að nota friðartímana til að fara yfir það sem getur gerst og undirbúa sig.“ Slökkvilið bendir á leiðbeiningar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vakti i dag athygli á leiðbeiningum um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. „Það skiptir máli að vera undirbúin fyrir skjálftann þegar hann kemur,“ segir í færslunni. Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem Kristín fjallar um jarðskjálftahættuna:
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira
Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34