Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. janúar 2024 13:34 Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er enn á þeirri skoðun að réttast hefði verið að halda áfram stuðningi við UNRWA en um ákvörðun utanríkisráðherra var rætt á fundi utanríkismálanefndar þingsins í morgun. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslurnar hefur verið umdeild en hún var tekin strax í kjölfarið á ásökunum Ísraelsstjórnar á hendur tólf starfsmönnum UNRWA um að hafa komið að hryðjuverkunum þann 7. október. Ákvörðunin hefur verið umdeild í ljósi þeirrar mannúðarkrísu sem nú ríkir á Gasa en við íbúunum blasir við yfirvofandi hungursneyð ofan á alla eyðilegginguna og dauðsfalla óbreyttra borgara. Ákvörðunin hefur líka verið gagnrýnd vegna skorts á samráði en nokkrir stjórnarþingmenn sögðu að betur hefði farið á því ef Bjarni hefði ráðfært sig við utanríkismálanefnd þingsins áður en ákvörðunin var tekin og lýst yfir. Nefndin fundaði um málið í morgun. Eftir þennan fund, ertu sæmilega sáttur við þær röksemdir sem voru settar fram í kjölfarið? „Nei, ég er ennþá sama sinnis. Við hefðum átt að fara slóð Íra, Norðmanna og Spánverja og greiða áfram en ekki bíða með þær þar til annað kemur í ljós ekki síst vegna þess að ráðherrann segir sjálfur að það hafi ekkert staðið til að senda peningana út um helgina. Ég er líka ósammála ráðherra um að það hafi ekki verið nein ástæða til að ræða málið við utanríkismálanefnd eða inni í ríkisstjórn og þar er hann jafnframt mjög ósammála forsætisráðherra greinilega,“ segir Logi og vísar til andsvara Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Þar sagði hún í pontu Alþingis: „Svo vil ég bara segja það hér líka að það er mjög mikilvægt og hefði betur farið á því að það hefði verið gert fyrr, fyrir þessa ákvörðun, að utanríkismálanefnd Alþingis væri höfð með í ráðum.“ Skynjarðu mikinn hljómgrunn í þinginu um að það hefði í rauninni verið betri ákvörðun að halda áfram greiðslum? „Það eru skiptar skoðanir og þó verð ég nú að segja að mér finnst ráðherra hafa slegið aðeins úr og hann hefur auðvitað sagt að það sé ekkert því til fyrirstöðu að greiða þessa peninga inn ef rannsókn leiði það í ljós að úrbætur hafi verið gerðar. Það kom líka fram að það getur orðið veruleg krísa ef framlög berast ekki inn í febrúarmánuði og nú á rannsóknin að taka einn mánuð, þannig að við vonum það besta,“ segir Logi Einarsson. Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Samfylkingin Tengdar fréttir „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslurnar hefur verið umdeild en hún var tekin strax í kjölfarið á ásökunum Ísraelsstjórnar á hendur tólf starfsmönnum UNRWA um að hafa komið að hryðjuverkunum þann 7. október. Ákvörðunin hefur verið umdeild í ljósi þeirrar mannúðarkrísu sem nú ríkir á Gasa en við íbúunum blasir við yfirvofandi hungursneyð ofan á alla eyðilegginguna og dauðsfalla óbreyttra borgara. Ákvörðunin hefur líka verið gagnrýnd vegna skorts á samráði en nokkrir stjórnarþingmenn sögðu að betur hefði farið á því ef Bjarni hefði ráðfært sig við utanríkismálanefnd þingsins áður en ákvörðunin var tekin og lýst yfir. Nefndin fundaði um málið í morgun. Eftir þennan fund, ertu sæmilega sáttur við þær röksemdir sem voru settar fram í kjölfarið? „Nei, ég er ennþá sama sinnis. Við hefðum átt að fara slóð Íra, Norðmanna og Spánverja og greiða áfram en ekki bíða með þær þar til annað kemur í ljós ekki síst vegna þess að ráðherrann segir sjálfur að það hafi ekkert staðið til að senda peningana út um helgina. Ég er líka ósammála ráðherra um að það hafi ekki verið nein ástæða til að ræða málið við utanríkismálanefnd eða inni í ríkisstjórn og þar er hann jafnframt mjög ósammála forsætisráðherra greinilega,“ segir Logi og vísar til andsvara Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Þar sagði hún í pontu Alþingis: „Svo vil ég bara segja það hér líka að það er mjög mikilvægt og hefði betur farið á því að það hefði verið gert fyrr, fyrir þessa ákvörðun, að utanríkismálanefnd Alþingis væri höfð með í ráðum.“ Skynjarðu mikinn hljómgrunn í þinginu um að það hefði í rauninni verið betri ákvörðun að halda áfram greiðslum? „Það eru skiptar skoðanir og þó verð ég nú að segja að mér finnst ráðherra hafa slegið aðeins úr og hann hefur auðvitað sagt að það sé ekkert því til fyrirstöðu að greiða þessa peninga inn ef rannsókn leiði það í ljós að úrbætur hafi verið gerðar. Það kom líka fram að það getur orðið veruleg krísa ef framlög berast ekki inn í febrúarmánuði og nú á rannsóknin að taka einn mánuð, þannig að við vonum það besta,“ segir Logi Einarsson.
Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Samfylkingin Tengdar fréttir „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01
„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18
Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22