Mikill viðbúnaður eftir að flugeldur var sprengdur inni í Austurbæjarskóla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 15:12 Húsnæði Austurbæjarskóli á Skólavörðuholti. Vísir Mikill viðbúnaður var við Austurbæjarskóla í Reykjavík í dag, eftir að útkall barst um hugsanlegan eld í skólanum eftir að flugeldur var sprengur innadyra. Ekki reyndist um eld að ræða en slökkvilið reykræsti húsnæðið. Í tölvupósti sem Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla sendi á foreldra og forráðamenn fyrir stundu, segir: „Í dag gerðist sá alvarlegi atburður að sprengdur var flugeldur innandyra í unglingadeild. Enginn hlaut skaða af. Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð á staðinn, skólinn rýmdur og atvikið bókað. Enginn hefur tjáð sig um eða gengist við verknaðinum og er málið því í skoðun.“ Þá segir í tölvupóstinum að allar upplýsingar um málið séu vel þegnar auk þess sem óskað er eftir því að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika málsins. Tilkynning um hugsanlegan eld Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri vildu tjá sig um málið í samtali við fréttastofu, en Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að útkall hafi borist klukkan 13:15 í dag. Tilkynning barst upphaflega um hugsanlegan eld í skólanum og því var mikill viðbúnaður. Jón segir að um leið og fyrsti bíll mætti á staðinn hafi verið ljóst að ekki var um eld að ræða og því hafi verið dregið úr viðbragði. Einn bíll varð eftir og reykræsti húsnæðið en ekki var þörf á að rýma skólann. Þá segir Jón að allt líti út fyrir að flugeldur hafi verið sprengur inni í húsinu en það sé þó ekki staðfest. Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Flugeldar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Í tölvupósti sem Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla sendi á foreldra og forráðamenn fyrir stundu, segir: „Í dag gerðist sá alvarlegi atburður að sprengdur var flugeldur innandyra í unglingadeild. Enginn hlaut skaða af. Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð á staðinn, skólinn rýmdur og atvikið bókað. Enginn hefur tjáð sig um eða gengist við verknaðinum og er málið því í skoðun.“ Þá segir í tölvupóstinum að allar upplýsingar um málið séu vel þegnar auk þess sem óskað er eftir því að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika málsins. Tilkynning um hugsanlegan eld Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri vildu tjá sig um málið í samtali við fréttastofu, en Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að útkall hafi borist klukkan 13:15 í dag. Tilkynning barst upphaflega um hugsanlegan eld í skólanum og því var mikill viðbúnaður. Jón segir að um leið og fyrsti bíll mætti á staðinn hafi verið ljóst að ekki var um eld að ræða og því hafi verið dregið úr viðbragði. Einn bíll varð eftir og reykræsti húsnæðið en ekki var þörf á að rýma skólann. Þá segir Jón að allt líti út fyrir að flugeldur hafi verið sprengur inni í húsinu en það sé þó ekki staðfest.
Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Flugeldar Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira