Bjarni býður sig fram til biskups Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2024 08:08 Bjarni Karlsson sálgætir og ráðgjafi. Arnar Halldórsson Bjarni Karlsson prestur hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskups. Það tilkynnti hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn að bregðast við því að nafn hans hefði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu. „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör,“ sagði Bjarni og að það hefði aldrei verið gert áður í biskupskjöri á Íslandi. Hann sagði að þann 6. febrúar verði ljóst hvaða prestum verði teflt fram. Eftir það fá þau mánuð til að fara á milli og kynna sig og svo verður valið á milli þeirra þriggja. Og þú sækist eftir þessu? „Ég geri það,“ sagði Bjarni. Spurður af hverju hann vill verða biskup sagði Bjarni að hann hefði notið þess að vera prestur og að þjóna fólki síðustu 33 ár. Kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið ávarpa tilgang lífsins. „Þetta er stærsti lýðræðisvettvangur sem við eigum sem samfélag, ef við raunverulega viljum nota hann,“ sagði Bjarni. Starfaði í Vestmannaeyjum og Laugardal Bjarni var um skeið prestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum. Hann gaf einnig nýlega út bókina Bati frá tilgangsleysi sem hann ræddi einnig í Bítinu. Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Á heimasíðu einkastofu Bjarna Haf kemur fram að hann hafi lokið embættisprófi í guðfræði ári 1990 hafi þá verið vígður til starfa í Laugarneskirkju. Eftir það var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum og starfaði þar í sjö ár, ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur presti. Að því loknu fór hann aftur til starfa fyrir Laugarneskirkju þar sem hann starfaði í sextán ár. Bjarni hefur sinnt hjónabandsráðgjöf og sálgæslu og sinnt því á einkastofu sinni Haf síðustu ár. Stofuna rekur hann með Andra Bjarnasyni sálfræðingi. Nýr biskup tekur við næsta haust Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars, en Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup, mun láta af störfum í kjölfarið. Nýr biskup verður svo vígður inn í embætti þann 1. september næstkomandi. Nú þegar hafa Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson gefið kost á sér í embætti biskups. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar. Fréttin hefur verið uppfærð. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Bítið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
„Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn að bregðast við því að nafn hans hefði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu. „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör,“ sagði Bjarni og að það hefði aldrei verið gert áður í biskupskjöri á Íslandi. Hann sagði að þann 6. febrúar verði ljóst hvaða prestum verði teflt fram. Eftir það fá þau mánuð til að fara á milli og kynna sig og svo verður valið á milli þeirra þriggja. Og þú sækist eftir þessu? „Ég geri það,“ sagði Bjarni. Spurður af hverju hann vill verða biskup sagði Bjarni að hann hefði notið þess að vera prestur og að þjóna fólki síðustu 33 ár. Kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið ávarpa tilgang lífsins. „Þetta er stærsti lýðræðisvettvangur sem við eigum sem samfélag, ef við raunverulega viljum nota hann,“ sagði Bjarni. Starfaði í Vestmannaeyjum og Laugardal Bjarni var um skeið prestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum. Hann gaf einnig nýlega út bókina Bati frá tilgangsleysi sem hann ræddi einnig í Bítinu. Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Á heimasíðu einkastofu Bjarna Haf kemur fram að hann hafi lokið embættisprófi í guðfræði ári 1990 hafi þá verið vígður til starfa í Laugarneskirkju. Eftir það var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum og starfaði þar í sjö ár, ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur presti. Að því loknu fór hann aftur til starfa fyrir Laugarneskirkju þar sem hann starfaði í sextán ár. Bjarni hefur sinnt hjónabandsráðgjöf og sálgæslu og sinnt því á einkastofu sinni Haf síðustu ár. Stofuna rekur hann með Andra Bjarnasyni sálfræðingi. Nýr biskup tekur við næsta haust Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars, en Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup, mun láta af störfum í kjölfarið. Nýr biskup verður svo vígður inn í embætti þann 1. september næstkomandi. Nú þegar hafa Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson gefið kost á sér í embætti biskups. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Bítið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira