Innlent

Tómas með ill­kynja æxli

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir.
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir. Vísir/Egill

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, segir að hann hafi frá áramótum verið í rannsóknum vegna æxlis í ristli. Æxlið hafi reynst illkynja.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook færslu frá Tómasi. Eins og fram hefur komið hefur Tómas verið í veikindaleyfi frá Landspítalanum. Tómas greindi frá því fyrr í mánuðinum en þar tjáði hann sig einnig um plastbarkamálið svokallaða.

Þar áréttaði Tómas að hann hefði ekki verið sendur í leyfi frá störfum á Landspítala vegna málsins, heldur hefði hann fylgt eindregnum ráðum lækna. Þá sagðist Tómas meðal annars hafa gert sitt til þess að aðstoða við rannsókn á plastabarkamálinu.

Þarf að gangast undir stærri aðgerð

Tómas segir að því miður hafi ekki tekist að fjarlæga æxlið með minni aðgerð. Hann mun því þurfa að gangast undir stærri skurðaðgerð bráðlega.

„Fyrir vikið verð ég áfram í veikindaleyfi næstu mánuði. Ég þakka veittan stuðning á síðustu vikum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×