Lífið

Bríet táraðist

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bríet var í vandræðum með tilfinningar sínar þegar Jóna hafði lokið sér af.
Bríet var í vandræðum með tilfinningar sínar þegar Jóna hafði lokið sér af.

Í Idol-keppni föstudagskvöldsins var kvikmynda- og sjónvarpsþáttaþema og áttu keppendur að velja sér lag úr þeim flokki.

Jóna Margrét flutti lagið The Story með Sara Ramirez sem vakti athygli í sjónvarpsþáttunum Grey's Anatomy.

Flutningurinn gekk vægast sagt vel og var dómnefndin mjög hrifin. Bríet svo hrifin að hún kom varla upp orði og táraðist þegar hún ætlaði að gefa Jónu umsögn.

Hér að neðan má sjá brot úr flutningi Jónu sem stal senunni í síðasta þætti en hún komst áfram og verður meðal keppanda næsta föstudag.

Klippa: Jóna Margrét flutti lagi The Story

Fleiri fréttir

Sjá meira


×