Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2024 20:30 Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar, sem segir það ákvörðun bæjarstjórnar að loka Árbliki fimm vikur í sumar vegna sparnaðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. Dagdvölin Árblik er í húsnæði við Austurveg 51 á Selfossi þar sem starfrækt er dagþjálfun fyrir fólk sem býr í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Þjónustan í Árblik er öll til fyrirmyndar og þar líður fólkinu mjög vel en það eru 38 einstaklingar, sem nýta sér dagdvölina í hverri viku. En nú er bleik brugðið því fólkið var að fá þær fréttir að dagdvölinni yrði lokað í fyrsta skipti í sumar í fimm vikur. Það líst fólkinu mjög illa á. „Mér finnst þetta afleitt, Það er bara svo gott að vera hérna og þegar það verður lokað þá getur maður ekki verið hérna,” segir Óskar H. Ólafsson, sem mætir mikið í Árblik með sinni konu. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt að bæjarstjórnin skuli taka upp á því að þykjast vera að spara í þessu og ég skora á þá að endurskoða þetta og hætta við að hafa þessa lokun í sumar,” segir Gunnar Kristmundsson, sem mætir reglulega í Árblik. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur matarlaus og guð má vita hvað,” segir Valgerður Jónsdóttir, sem er mjög dugleg að mæta í Árblik. Þannig að þú ert greinilega mjög ósátt við þetta? „Afskaplega, mér finnst bara ekki hægt að gera þetta svona. Skella þessu bara fram á einhverjum miða, það er ekki einu sinni talað við mann, ég er bara mjög ósátt við þetta. Þau hljóta að geta sparað einhvers staðar ofar heldur en þetta,” segir Valgerður. Valgerður Jónsdóttir er mjög ósátt við lokunina í sumar og segir að það sé örugglega hægt að spara einhvers staðar ofar hjá sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Árborg ætlar að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir heim til fólksins vegna lokunar Árbliks í þessar vikur í sumar. „Já, svo sem innlit og böðun á vegum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg. Þetta er bara ein af þeim ákvörðunum, sem voru teknar við útfærslu þjónustunnar og eina af hagræðingunum að hafa lokað núna í sumar. Það var bara ákvörðun bæjarstjórnar,” segir Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Notendur þjónustunnar eru mjög ánægðir í Árbliki enda vel hugsað um fólkið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Dagdvölin Árblik er í húsnæði við Austurveg 51 á Selfossi þar sem starfrækt er dagþjálfun fyrir fólk sem býr í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Þjónustan í Árblik er öll til fyrirmyndar og þar líður fólkinu mjög vel en það eru 38 einstaklingar, sem nýta sér dagdvölina í hverri viku. En nú er bleik brugðið því fólkið var að fá þær fréttir að dagdvölinni yrði lokað í fyrsta skipti í sumar í fimm vikur. Það líst fólkinu mjög illa á. „Mér finnst þetta afleitt, Það er bara svo gott að vera hérna og þegar það verður lokað þá getur maður ekki verið hérna,” segir Óskar H. Ólafsson, sem mætir mikið í Árblik með sinni konu. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt að bæjarstjórnin skuli taka upp á því að þykjast vera að spara í þessu og ég skora á þá að endurskoða þetta og hætta við að hafa þessa lokun í sumar,” segir Gunnar Kristmundsson, sem mætir reglulega í Árblik. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur matarlaus og guð má vita hvað,” segir Valgerður Jónsdóttir, sem er mjög dugleg að mæta í Árblik. Þannig að þú ert greinilega mjög ósátt við þetta? „Afskaplega, mér finnst bara ekki hægt að gera þetta svona. Skella þessu bara fram á einhverjum miða, það er ekki einu sinni talað við mann, ég er bara mjög ósátt við þetta. Þau hljóta að geta sparað einhvers staðar ofar heldur en þetta,” segir Valgerður. Valgerður Jónsdóttir er mjög ósátt við lokunina í sumar og segir að það sé örugglega hægt að spara einhvers staðar ofar hjá sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Árborg ætlar að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir heim til fólksins vegna lokunar Árbliks í þessar vikur í sumar. „Já, svo sem innlit og böðun á vegum félagslegrar stuðningsþjónustu í Árborg. Þetta er bara ein af þeim ákvörðunum, sem voru teknar við útfærslu þjónustunnar og eina af hagræðingunum að hafa lokað núna í sumar. Það var bara ákvörðun bæjarstjórnar,” segir Heiða Ösp Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Notendur þjónustunnar eru mjög ánægðir í Árbliki enda vel hugsað um fólkið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira