Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2024 20:01 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Hjalti Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. Flest mál á ríkisstjórnarfundi í morgun sneru að Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fjölda aðgerða í mótun sem miði að því að koma Grindvíkingum í skjól. „Við ætlum að leysa Grindvíka undan skuldbindingum sínum í íbúðarhúsnæði í Grindavík. Við erum enn að skoða mögulegar leiðir en það er enn óbreytt áætlun að því leiti að við væntum þess að frumvarp sem taki á málinu verði kynnt í byrjun febrúar og ég hef trú á því að það gangi eftir,“ segir Katrín. Enn sé ekki búið að ákveða, hvort förgunargjald sem húseiganda ber að greiða þegar altjón verður á húsnæði, verði afnumið. „Það liggur ekki fyrir endanlega niðurstaða varðandi það en grundvöllur okkar tillagna er að tryggja jafnræði meðal íbúa í Grindavík,“ segir Katrín. Fjöldi frumvarpa og aðgerða í vinnslu Nú þegar eru sjö frumvörp sem snerta Grindavík komin fram og fleiri eru í bígerð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra er meðal þeirra sem undirbýr nokkur slík. Hún segir afar mikilvægt að auka framboð á húsnæði svo verðbólga fari ekki á skrið. „Við erum með átta aðgerðir sem eiga að auka framboð á íbúðum hér á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með nokkur frumvörp í smíðum, eitt miðar að því að endurskilgreina þær íbúðir sem hafa verið skráðar sem íbúðahúsnæði en eru svo í raun og veru notaðar í atvinnuskyni. Í öðru lagi erum við að fara að auka eftirlit með þessum markaði og koma fram með skattalega hvata svo fleiri íbúðir komi í umferð og sölu,“ segir Lilja. Unnið að lausn fyrir ferðaþjónustuna Þá sé unnið að lausnum fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Bláa lónið sé meðal fyrirtækja sem þurfi að grípa vegna ástandsins. „Bláa lónið er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn þannig að lokun þar getur haft áhrif á fjölda þeirra sem heimsækja landið. . Auðvitað erum við alltaf að hugsa um öryggi fólks en líka að reyna að vinna með þessa áhættu á ábyrgan hátt,“ segir Lilja að lokum. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Flest mál á ríkisstjórnarfundi í morgun sneru að Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fjölda aðgerða í mótun sem miði að því að koma Grindvíkingum í skjól. „Við ætlum að leysa Grindvíka undan skuldbindingum sínum í íbúðarhúsnæði í Grindavík. Við erum enn að skoða mögulegar leiðir en það er enn óbreytt áætlun að því leiti að við væntum þess að frumvarp sem taki á málinu verði kynnt í byrjun febrúar og ég hef trú á því að það gangi eftir,“ segir Katrín. Enn sé ekki búið að ákveða, hvort förgunargjald sem húseiganda ber að greiða þegar altjón verður á húsnæði, verði afnumið. „Það liggur ekki fyrir endanlega niðurstaða varðandi það en grundvöllur okkar tillagna er að tryggja jafnræði meðal íbúa í Grindavík,“ segir Katrín. Fjöldi frumvarpa og aðgerða í vinnslu Nú þegar eru sjö frumvörp sem snerta Grindavík komin fram og fleiri eru í bígerð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra er meðal þeirra sem undirbýr nokkur slík. Hún segir afar mikilvægt að auka framboð á húsnæði svo verðbólga fari ekki á skrið. „Við erum með átta aðgerðir sem eiga að auka framboð á íbúðum hér á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með nokkur frumvörp í smíðum, eitt miðar að því að endurskilgreina þær íbúðir sem hafa verið skráðar sem íbúðahúsnæði en eru svo í raun og veru notaðar í atvinnuskyni. Í öðru lagi erum við að fara að auka eftirlit með þessum markaði og koma fram með skattalega hvata svo fleiri íbúðir komi í umferð og sölu,“ segir Lilja. Unnið að lausn fyrir ferðaþjónustuna Þá sé unnið að lausnum fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Bláa lónið sé meðal fyrirtækja sem þurfi að grípa vegna ástandsins. „Bláa lónið er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn þannig að lokun þar getur haft áhrif á fjölda þeirra sem heimsækja landið. . Auðvitað erum við alltaf að hugsa um öryggi fólks en líka að reyna að vinna með þessa áhættu á ábyrgan hátt,“ segir Lilja að lokum.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira