Innlent

Þreifandi bylur og ekkert skyggni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Myndin er tekin á Hringbraut í Reykjavík nú í morgun.
Myndin er tekin á Hringbraut í Reykjavík nú í morgun. Vísir/Margrét

Þreifandi bylur og ekkert skyggni er á suðvesturhorninu, meðal annars höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Lögregla segir lítið ferðaveður, um sé að ræða stórhættuleg veðurskilyrði. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og á Suðurlandi. 

Fréttastofu hefur meðal annars borist ábendingar frá vegfarendum á Reykjanesbrautinni. Þar er bylur og lítið sem ekkert skyggni. Veðurstofan segir kyrrstæð lægð á Grænlandshafi dæla til landsins éljalofti úr suðvestri í dag. 

Lúðvík Kristinsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður hættulegar. Lögreglu hafi hingað til borist örfáar tilkynningar um árekstra.

„En það er bara þreifandi bylur og ekkert skyggni. Þetta er stórhættuleg veðurskilyrði. Þannig ökumenn þurfa að fara mjög varlega. Lítið ferðaverður. Fólk er dólandi hérna bara á 20-30 á götum. Það er ekkert skyggni.“

Gular viðvaranir

Veðurstofan uppfærði fyrir skemmstu vef sinn. Nú hefur verið gefin út gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa.

Segir að um sé að ræða suðvestan 18-23 metrar á sekúndu og éljagang, sem standi stutt yfir. Fólk er hvatt til að sýna aðgát. Viðvaranirnar gilda til 12:00 á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi, en til klukkan 13:00 á Faxaflóa.

Klippa: Lélegt skyggni á Hringbrautinni




Tengdar fréttir

Kyrr­stæð lægð dælir til okkar élja­lofti

Nærri kyrrstæð lægð á Grænlandshafi mun dæla til okkar éljalofti úr suðvestri í dag. Smálægð mun fara allhratt norðaustur yfir land og það mun snjóa víða frá henni um tíma og vindur ganga í suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×