Jane, sem hét Cindy Taylor réttu nafni, fannst látin, ásamt kærasta sínum Brett Hasenmuller, á heimili þeirra í bænum Moore í Oklahoma í fyrradag.
People segir frá því að lögregla hafi verið kölluð að heimili þeirra eftir að ekkert hafði spurst til þeirra í marga daga.
Lögreglumaðurinn Francisco Franco segir að grunur leiki á að Jane hafi látist af völdum of stórs skammts fíkniefna.
Fram kemur að Jane, sem fæddist í Texas, hafi byrjað ferilinn sem fyrirsæta en stigið sín fyrstu skref í klámmyndabransanum árið 2003.
Hún lék þó einnig í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Birtist hún þannig í annarri þáttaröð hinna vinsælu Entourage-þátta árið 2005 og kvikmyndunum Baywatch: Hawaiian Wedding og Starsky and Hutch.