Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2024 13:42 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri SA. Stöð 2/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. Í gær var kjaraviðræðum breiðfylkingar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað formlega til ríkissáttasemjara eftir að frost komst í viðræðurnar, að sögn formanns VR. Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem er hluti af breiðfylkingunni, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann ekki vera viss hvað hafi orðið til þess að sambandið milli samningsaðila hafi súrnað. „Miðað við þessa aðferðafræði sem við ætluðum að fara, mér sýnist við vera komin á endastöð þar. Ofan á þetta allt, komu yfirlýsingar frá stjórnvöldum að vegna þess sem er að gerast í Grindavík þá yrði mun minna út úr því sem höfum lagt fram,“ sagði Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að kjaraviðræðurnar séu enn í gangi þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til sáttasemjara. Hún hefur enn trú á því að hægt sé að móta þessa stefnu í sameiningu. „Okkar sýn á þessar viðræður hefur verið sú og er sú að okkar viðsemjendur hafa nálgast þetta verkefni af mikilli fagmennsku og mikilli einlægni. Það er risastórt verkefni þegar þú ert að fara með nýja hugsun inn í ferli þar sem okkur hættir til að detta í gamalkunnar skotgrafir sem við þekkjum öll. En það er mjög mikilvægt að okkur takist að nálgast þetta verkefni með nýjum hætti,“ segir Sigríður. Hún segir það þurfa að ræða margt við gerð þessara kjarasamninga. „Það er eðlilegt að það sé tekist á þegar verið er að vinna að samningagerð og það er einlægur vilji allra að við getum haldið áfram þessum viðræðum, verkefnið fer ekki frá okkur. Það er okkar sýn að átök og ófriður á vinnumarkaði er bara alls ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Í gær var kjaraviðræðum breiðfylkingar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað formlega til ríkissáttasemjara eftir að frost komst í viðræðurnar, að sögn formanns VR. Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem er hluti af breiðfylkingunni, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann ekki vera viss hvað hafi orðið til þess að sambandið milli samningsaðila hafi súrnað. „Miðað við þessa aðferðafræði sem við ætluðum að fara, mér sýnist við vera komin á endastöð þar. Ofan á þetta allt, komu yfirlýsingar frá stjórnvöldum að vegna þess sem er að gerast í Grindavík þá yrði mun minna út úr því sem höfum lagt fram,“ sagði Vilhjálmur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að kjaraviðræðurnar séu enn í gangi þrátt fyrir að deilunni hafi verið vísað til sáttasemjara. Hún hefur enn trú á því að hægt sé að móta þessa stefnu í sameiningu. „Okkar sýn á þessar viðræður hefur verið sú og er sú að okkar viðsemjendur hafa nálgast þetta verkefni af mikilli fagmennsku og mikilli einlægni. Það er risastórt verkefni þegar þú ert að fara með nýja hugsun inn í ferli þar sem okkur hættir til að detta í gamalkunnar skotgrafir sem við þekkjum öll. En það er mjög mikilvægt að okkur takist að nálgast þetta verkefni með nýjum hætti,“ segir Sigríður. Hún segir það þurfa að ræða margt við gerð þessara kjarasamninga. „Það er eðlilegt að það sé tekist á þegar verið er að vinna að samningagerð og það er einlægur vilji allra að við getum haldið áfram þessum viðræðum, verkefnið fer ekki frá okkur. Það er okkar sýn að átök og ófriður á vinnumarkaði er bara alls ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira