Katrín mun gegna störfum Svandísar næstu vikurnar Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2024 18:48 Katrín Jakobsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum að hún myndi gegna störfum Svandísar á meðan hún væri fjarverandi vegna veikindaleyfi. Vísir/Einar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun gegna störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á meðan hún tekur sér nokkurra vikna veikindaleyfi vegna krabbameinsgreiningar. Heimir Már Pétursson ræddi við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi tilkynningar Svandísar Svavarsdóttur í morgun um að hún hefði greinst með krabbamein í brjósti. Hver tekur við skyldum Svandísar? „Nú er þetta svo að Svandís tilkynnti um þetta í dag og boðar það að hún þurfi að minnsta kosti að taka nokkrar vikur í veikindaleyfi. Þanni að á þeim tíma, næstu nokkrar vikur, mun ég gera þá tillögu að ég muni sjálf gegna hennar störfum á meðan,“ sagði Katrín. Heldurðu að örfáar vikur dugi til? „Við auðvitað tökum svo bara stöðuna. Það eru alls konar ef í þessu en þetta er sú ráðgjöf sem hún fær frá sínum lækni. Að sjálfsögðu vonum við að þetta gangi allt eins og best verður á kosið,“ sagði Katrín. Fréttir dagsins setji málin í nýtt samhengi Vantrauststillagan var í raun og veru komin fram hér í þinginu, málið er auðvitað eftir. Það virðist mikil kurr í Sjálfstæðismönnum vegna þessa máls. Verður þetta mál áfram til vandræða? „Nú er það svo að flutningsmenn vantrauststillögunnar hafa dregið hana til baka og sent bestu batakveðjur. Þetta auðvitað setur þessi mál í algjörlega nýtt samhengi. Ég vænti nú þess að við séum að minnsta kosti að fara í annan farveg en við sáum fyrir í upphafi þessarar viku í morgun,“ sagði Katrín. Ætli vantraust verði ekki endurflutt þegar hún kemur til baka? „Maður skyldi aldrei segja aldrei en það liggur fyrir að það verður ekki í þessari viku eins og stóð til,“ sagði hún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Landbúnaður Tengdar fréttir Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29 Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira
Heimir Már Pétursson ræddi við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi tilkynningar Svandísar Svavarsdóttur í morgun um að hún hefði greinst með krabbamein í brjósti. Hver tekur við skyldum Svandísar? „Nú er þetta svo að Svandís tilkynnti um þetta í dag og boðar það að hún þurfi að minnsta kosti að taka nokkrar vikur í veikindaleyfi. Þanni að á þeim tíma, næstu nokkrar vikur, mun ég gera þá tillögu að ég muni sjálf gegna hennar störfum á meðan,“ sagði Katrín. Heldurðu að örfáar vikur dugi til? „Við auðvitað tökum svo bara stöðuna. Það eru alls konar ef í þessu en þetta er sú ráðgjöf sem hún fær frá sínum lækni. Að sjálfsögðu vonum við að þetta gangi allt eins og best verður á kosið,“ sagði Katrín. Fréttir dagsins setji málin í nýtt samhengi Vantrauststillagan var í raun og veru komin fram hér í þinginu, málið er auðvitað eftir. Það virðist mikil kurr í Sjálfstæðismönnum vegna þessa máls. Verður þetta mál áfram til vandræða? „Nú er það svo að flutningsmenn vantrauststillögunnar hafa dregið hana til baka og sent bestu batakveðjur. Þetta auðvitað setur þessi mál í algjörlega nýtt samhengi. Ég vænti nú þess að við séum að minnsta kosti að fara í annan farveg en við sáum fyrir í upphafi þessarar viku í morgun,“ sagði Katrín. Ætli vantraust verði ekki endurflutt þegar hún kemur til baka? „Maður skyldi aldrei segja aldrei en það liggur fyrir að það verður ekki í þessari viku eins og stóð til,“ sagði hún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Landbúnaður Tengdar fréttir Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29 Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira
Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29
Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09
Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46