Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 13:27 Lilja Alfreðsdóttir segir það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ „Ég get sagt að það kemur eitthvað á morgun. Við erum búin að fara vel yfir stöðuna og ná eins vel utan um hana eins og hægt er á þessum tímapunkti.“ Þetta tilkynnti Lilja í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þann hluta þáttarins þar sem málefni Grindavíkur voru til umræðu. Auk Lilju voru Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gestir Sprengisands. „Við munum funda klukkan átta í fyrramálið til að ganga frá þeim lausu endum sem þarf að gera upp á formfestu þessara atriða. En ég get sagt það að við erum búin að eiga mjög góða fundi og höfum unnið náið með lykilaðilum í Grindavík upp á framtíðina,“ segir Lilja. Skilaboðin til Grindvíkinga skýr Lilja sagði að í sínum huga væri staðan í raun einföld. „Ef við teljum að Ísland sé sterkt samfélag, sem við erum, þá náum við vel utan um þetta. Vegna þess að ef við lítum á umfangið þá er til að mynda allt íbúðarhúsnæði í Grindavík í kringum 1,6 prósent af landsframleiðslu. Heildarhagkerfi Grindavíkur í kringum 3,6. Þannig að þetta eru allt stærðir sem ríkissjóður Íslands, náttúruhamfarasjóður, lánastofnanir og öll sú auðmyndun sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugum nær utan um.“ Þrátt fyrir að ráða vel við það sé verkefnið stórt. „Þó við ráðum við þetta þá er þetta stórt. Þetta kemur auðvitað inn á fasteignamarkaðinn, þar sem skortir framboð, en það er bara stjórnvalda, ríkissjóðs, peningastefnunnar og vinumarkaðarins að leysa þetta út.“ Skilaboðin til Grindavíkurbúa eru skýr, „við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
„Ég get sagt að það kemur eitthvað á morgun. Við erum búin að fara vel yfir stöðuna og ná eins vel utan um hana eins og hægt er á þessum tímapunkti.“ Þetta tilkynnti Lilja í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði það ekki vera sanngjarnt af sér að upplýsa um hvað nákvæmlega yrði tilkynnt á morgun, oddvitar ríkisstjórnarinnar myndu gera það. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þann hluta þáttarins þar sem málefni Grindavíkur voru til umræðu. Auk Lilju voru Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gestir Sprengisands. „Við munum funda klukkan átta í fyrramálið til að ganga frá þeim lausu endum sem þarf að gera upp á formfestu þessara atriða. En ég get sagt það að við erum búin að eiga mjög góða fundi og höfum unnið náið með lykilaðilum í Grindavík upp á framtíðina,“ segir Lilja. Skilaboðin til Grindvíkinga skýr Lilja sagði að í sínum huga væri staðan í raun einföld. „Ef við teljum að Ísland sé sterkt samfélag, sem við erum, þá náum við vel utan um þetta. Vegna þess að ef við lítum á umfangið þá er til að mynda allt íbúðarhúsnæði í Grindavík í kringum 1,6 prósent af landsframleiðslu. Heildarhagkerfi Grindavíkur í kringum 3,6. Þannig að þetta eru allt stærðir sem ríkissjóður Íslands, náttúruhamfarasjóður, lánastofnanir og öll sú auðmyndun sem hefur átt sér stað á Íslandi síðustu áratugum nær utan um.“ Þrátt fyrir að ráða vel við það sé verkefnið stórt. „Þó við ráðum við þetta þá er þetta stórt. Þetta kemur auðvitað inn á fasteignamarkaðinn, þar sem skortir framboð, en það er bara stjórnvalda, ríkissjóðs, peningastefnunnar og vinumarkaðarins að leysa þetta út.“ Skilaboðin til Grindavíkurbúa eru skýr, „við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent