Innlent

Kærir mót­mælendur fyrir hatursorðræðu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Palestínumenn hafa mótmælt á Austurvelli í rumar þrjár vikur vegna seinagangs íslenskra stjórnvalda við að sameina þá við fjölskyldur þeirra sem komast ekki brott frá Gaza vegna stríðs.
Palestínumenn hafa mótmælt á Austurvelli í rumar þrjár vikur vegna seinagangs íslenskra stjórnvalda við að sameina þá við fjölskyldur þeirra sem komast ekki brott frá Gaza vegna stríðs. Vísi/Vilhelm

Lögð hef­ur verið fram kæra á hend­ur palestínsk­um mót­mæl­end­um á Aust­ur­velli fyr­ir hat­ursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum.

Mbl greinir frá þessu en í frétt þeirra segir að kær­an hafi verið lögð fram af lög­manni á miðviku­dag og að hún bein­ist aðallega að ein­um mót­mæl­anda. Ekki kemur fram hver kærandinn er.

Mótmælandinn er sakaður um hat­ursorðræðu í Face­book-færslu sem mbl birtir skjáskot af. Færslan hefur verið vélþýdd úr arabísku yfir á ensku og hljóðar svo gróflega þýdd á íslensku: 

„Drepið gyðing­ana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá Lík þeirra. Ég sver að við mun­um dæma þá við hlið Para­dís­ar. Bölv­un hvíli á son­um Zíons, son­um apa og svína.“ Mbl fullyrðir að síðustu orð fræslunnar séu úr Kóraninum.

Skjáskotið sem Mbl birtir af færslunni.

Samkvæmt fréttinni fylgir skjáskotið af færslunni með kær­unni og fleiri af álík­um toga sem mbl birtir þó ekki. Þá er fullyrt í fréttinni að svipuð ummæli hafi verið birt af fé­lög­um manns­ins sem tjaldað hafa á Aust­ur­velli.

Að sögn lögfræðings kærandans brjóti ummælin gegn 233. grein hegningarlaga. Önnur ummæli mannsins og félaga hans sé ekki hægt að skilja öðruvísi en sem „hót­an­ir um að fremja refsi­verða verknaði, sem séu til þess falln­ar að vekja hjá öðrum ótta um líf, heil­brigði eða vel­ferð sína eða annarra.“ Því sé líka kært fyr­ir þau ummæli.

Þá segir í grein mbl að kær­and­inn hafi óskað eft­ir því að meðferð kær­unn­ar verði hraðað sér­stak­lega vegna þess að hinir kærðu hafi birt mynd­ir af árás­ar­vopn­um á sam­fé­lags­miðlum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×